Plaggið verður ekki misskilið 23. maí 2013 06:00 Grétar Þór Eyþórsson Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks einkennist af því að helstu áherslur beggja flokka fá að njóta sín; skuldaniðurfelling Framsóknar og skattabreytingar Sjálfstæðisflokksins. Ekkert kemur sérstaklega á óvart þegar á heildina er litið. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Spurður um einstaka málaflokka segir Grétar um Evrópumálin að orðalag stefnuyfirlýsingarinnar opni á að ef úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins komi illa út sé ekkert endilega víst að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Peningamálin verða svo að skoðast í samhengi við áherslur í Evrópumálunum. Grétar tekur undir að yfirlýsingin sé frekar varfærin í framsetningu. „Menn teygja sig ekki of langt. En þrátt fyrir allt er erfitt að misskilja plaggið í öllum helstu áhersluatriðum. Það kemur skýrt fram hvert skal stefnt,“ segir Grétar. Hann er ekki sammála því að umhverfismálin þurfi að líða fyrir breytingarnar. „Það er allt of snemmt að segja að umhverfismálin séu sett niður með þessu. Landbúnaðurinn er ekki stór málaflokkur. Svo að hafa sjávarútveg og umhverfismálin saman verður að skoðast í því að ráðuneytið heitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Það má ekki gleymast.“ Að ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar eiga það sammerkt að hafa aldrei áður setið á þeim stóli segir Grétar skemmtilegt sögulega, en það hafi í sínum huga ekki dýpri þýðingu. Allir ráðherrarnir hafi mikla reynslu úr stjórnmálum – bæði í landsmálunum og á sveitarstjórnarstiginu. - shá Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks einkennist af því að helstu áherslur beggja flokka fá að njóta sín; skuldaniðurfelling Framsóknar og skattabreytingar Sjálfstæðisflokksins. Ekkert kemur sérstaklega á óvart þegar á heildina er litið. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Spurður um einstaka málaflokka segir Grétar um Evrópumálin að orðalag stefnuyfirlýsingarinnar opni á að ef úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins komi illa út sé ekkert endilega víst að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Peningamálin verða svo að skoðast í samhengi við áherslur í Evrópumálunum. Grétar tekur undir að yfirlýsingin sé frekar varfærin í framsetningu. „Menn teygja sig ekki of langt. En þrátt fyrir allt er erfitt að misskilja plaggið í öllum helstu áhersluatriðum. Það kemur skýrt fram hvert skal stefnt,“ segir Grétar. Hann er ekki sammála því að umhverfismálin þurfi að líða fyrir breytingarnar. „Það er allt of snemmt að segja að umhverfismálin séu sett niður með þessu. Landbúnaðurinn er ekki stór málaflokkur. Svo að hafa sjávarútveg og umhverfismálin saman verður að skoðast í því að ráðuneytið heitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Það má ekki gleymast.“ Að ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar eiga það sammerkt að hafa aldrei áður setið á þeim stóli segir Grétar skemmtilegt sögulega, en það hafi í sínum huga ekki dýpri þýðingu. Allir ráðherrarnir hafi mikla reynslu úr stjórnmálum – bæði í landsmálunum og á sveitarstjórnarstiginu. - shá
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira