Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum 25. maí 2013 06:00 Upprunaleit Þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson frá Svíþjóð munu miðla reynslu sinni af upprunaleit á fundi æskulýðsfélags ættleiddra í dag. Ingunn Unnsteinsdóttir (til hægri) var ættleidd frá Srí Lanka árið 1985. Fréttablaðið/Anton „Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. Sérstakir gestir á fundunum eru þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson, sem voru sem börn ættleidd til Svíþjóðar frá Kolkata á Indlandi, en sneru til baka á síðasta ári þar sem þau unnu meðal annars á barnaheimilinu þar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuði ævi sinnar. Í samtali við Fréttablaðið segir hvort þeirra sína söguna um hvenær þráin til að vita meira um uppruna sinn gerði vart við sig. „Ég var sennilega bara fimm ára þegar ég áttaði mig á því að ég var frábrugðinn vinum mínum,“ segir Sebastian, sem er 29 ára gamall. „Áhuginn á að vita meira um uppruna minn magnaðist svo sífellt þegar ég varð fullorðinn, og mér fannst eins og það væri ákveðið tómarúm innra með mér.“ Lisa, sem er 23 ára, segist hins vegar ekkert hafa velt þessum málum fyrir sér, framan af. „Sem barn hugsaði ég aldrei um að ég væri frábrugðin öðrum. Ég bjó í litlu þorpi þar sem allir þekkja alla og komið var fram við alla á sama hátt. Áhuginn á að leita róta minna kom ekki fyrr en í framhaldsskóla. Þá fór ég meðal annars að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gefið af mér þannig að ég kom mér í samband við ættleiðingastofnun og upp úr því ákvað ég að fara út til Indlands.“ Indlandsdvöl Sebastians og Lisu var gefandi að þeirra sögn, en kom um leið á óvart. „Ég hélt að ég myndi komast í tengsl við indverskar rætur,“ segir Sebastian, „en þess í stað áttaði mig betur á því að ég er sænskur í gegn.“ Lisa tekur í sama streng. „Ég hélt að ég myndi upplifa mig indverska, þar sem ég var umkringd fólki sem líkist mér, en þess í stað áttaði ég mig enn betur á því að ég er algjörlega sænsk,“ segir hún og hlær. Bæði hafa þau fullan hug á að fara aftur til Indlands á næstunni til að vinna með börnum. Fundirnir verða tveir og eru haldnir verða í gamla Sjómannaskólanum, annars vegar klukkan 14 í dag, þar sem ættleidd ungmenni hittast, og hins vegar á sama tíma á morgun en sá fundur er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. Sérstakir gestir á fundunum eru þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson, sem voru sem börn ættleidd til Svíþjóðar frá Kolkata á Indlandi, en sneru til baka á síðasta ári þar sem þau unnu meðal annars á barnaheimilinu þar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuði ævi sinnar. Í samtali við Fréttablaðið segir hvort þeirra sína söguna um hvenær þráin til að vita meira um uppruna sinn gerði vart við sig. „Ég var sennilega bara fimm ára þegar ég áttaði mig á því að ég var frábrugðinn vinum mínum,“ segir Sebastian, sem er 29 ára gamall. „Áhuginn á að vita meira um uppruna minn magnaðist svo sífellt þegar ég varð fullorðinn, og mér fannst eins og það væri ákveðið tómarúm innra með mér.“ Lisa, sem er 23 ára, segist hins vegar ekkert hafa velt þessum málum fyrir sér, framan af. „Sem barn hugsaði ég aldrei um að ég væri frábrugðin öðrum. Ég bjó í litlu þorpi þar sem allir þekkja alla og komið var fram við alla á sama hátt. Áhuginn á að leita róta minna kom ekki fyrr en í framhaldsskóla. Þá fór ég meðal annars að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gefið af mér þannig að ég kom mér í samband við ættleiðingastofnun og upp úr því ákvað ég að fara út til Indlands.“ Indlandsdvöl Sebastians og Lisu var gefandi að þeirra sögn, en kom um leið á óvart. „Ég hélt að ég myndi komast í tengsl við indverskar rætur,“ segir Sebastian, „en þess í stað áttaði mig betur á því að ég er sænskur í gegn.“ Lisa tekur í sama streng. „Ég hélt að ég myndi upplifa mig indverska, þar sem ég var umkringd fólki sem líkist mér, en þess í stað áttaði ég mig enn betur á því að ég er algjörlega sænsk,“ segir hún og hlær. Bæði hafa þau fullan hug á að fara aftur til Indlands á næstunni til að vinna með börnum. Fundirnir verða tveir og eru haldnir verða í gamla Sjómannaskólanum, annars vegar klukkan 14 í dag, þar sem ættleidd ungmenni hittast, og hins vegar á sama tíma á morgun en sá fundur er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira