Áfangasigur fyrir Assad 6. júní 2013 07:00 Liðsmenn Assads lögðu undir sig landamæraborgina Qusair í fyrrinótt, eftir þriggja vikna hörð átök. Margir merkja með þessu nokkur kaflaskil í borgarastríðinu þar sem staða Assads er mun sterkari en uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn. Mest lesið Hvað var Trú og líf? Innlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Innlent Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Innlent Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Tveir ríkisráðsfundir á morgun Innlent Fleiri fréttir Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Sjá meira
Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn.
Mest lesið Hvað var Trú og líf? Innlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Innlent Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Innlent Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Tveir ríkisráðsfundir á morgun Innlent Fleiri fréttir Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Sjá meira