Eru jöfn kynjahlutföll til skemmtunar? Guðrún Halla Finnsdóttir skrifar 13. júní 2013 06:00 Opið bréf til forsætisráðherra. Kæri Sigmundur Davíð, forsætisráðherra Íslands. Um mig fór ónotahrollur þegar ég las um viðbrögð þín við kynjahlutfalli nýskipaðra nefnda Alþingis. Ekki nóg með það að ENGIN kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd heldur virðist forsætisráðherra það ásættanlegt, en að það sé „alltaf skemmtilegra ef nefndir eða aðrir hópar fólks samanstanda af fólki úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu og af sitt hvoru kyninu“. Skemmtilegra. Nú er minna en mánuður síðan ríkistjórnin var valin og svar þitt við athugasemdum um ójafnan hlut kynjanna í henni var svipað: „Auðvitað er alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast[an] hlut kynjanna.“ Skemmtilegast. Ekki nóg með að það gæti verið skemmtilegra að jafna hlut kynjanna, þá eru lög sem eiga að tryggja slíkt. Kannski væri skemmtilegra að fara að lögum. Ég bý í Bandaríkjunum um þessar mundir og er oft spurð að því hvort það sé rétt að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Ég svara því stolt að svo sé og að Bandaríkin gætu lært margt af Íslandi. Hins vegar skammast ég mín mikið fyrir það að núverandi forsætisráðherra þyki það ekki óásættanlegt að engin kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd. Íslendingar geta verið stoltir af því hversu vel þeim hefur tekist að jafna rétt kynjanna, en það þýðir ekki að hægt sé að slaka á kröfunum. Þar sem þú situr í ráðherranefnd um jafnréttismál, sem lýsir einu af sínum helstu verkefnum sem eftirfylgni með jafnréttismálum, þá finnst mér frammistöðu þinni ábótavant. „Auðvitað er æskilegra að það sé miklu meiri blöndun. Það hlýtur að vera stefna allra að reyna að koma því á.“ Hvernig stendur á því að þér finnist það vera æskilegt en ekki nauðsynlegt? Ef það „hlýtur að vera stefna allra“, er það stefna þín? Því það lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera svo. Ef það er hins vegar stefna þín, hvernig nákvæmlega ætlarðu að bregðast við núverandi stöðu sem forsætisráðherra, flokksformaður, og þingmaður? Tilvitnanir eru teknar úr fréttum af visir.is og ruv.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra. Kæri Sigmundur Davíð, forsætisráðherra Íslands. Um mig fór ónotahrollur þegar ég las um viðbrögð þín við kynjahlutfalli nýskipaðra nefnda Alþingis. Ekki nóg með það að ENGIN kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd heldur virðist forsætisráðherra það ásættanlegt, en að það sé „alltaf skemmtilegra ef nefndir eða aðrir hópar fólks samanstanda af fólki úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu og af sitt hvoru kyninu“. Skemmtilegra. Nú er minna en mánuður síðan ríkistjórnin var valin og svar þitt við athugasemdum um ójafnan hlut kynjanna í henni var svipað: „Auðvitað er alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast[an] hlut kynjanna.“ Skemmtilegast. Ekki nóg með að það gæti verið skemmtilegra að jafna hlut kynjanna, þá eru lög sem eiga að tryggja slíkt. Kannski væri skemmtilegra að fara að lögum. Ég bý í Bandaríkjunum um þessar mundir og er oft spurð að því hvort það sé rétt að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Ég svara því stolt að svo sé og að Bandaríkin gætu lært margt af Íslandi. Hins vegar skammast ég mín mikið fyrir það að núverandi forsætisráðherra þyki það ekki óásættanlegt að engin kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd. Íslendingar geta verið stoltir af því hversu vel þeim hefur tekist að jafna rétt kynjanna, en það þýðir ekki að hægt sé að slaka á kröfunum. Þar sem þú situr í ráðherranefnd um jafnréttismál, sem lýsir einu af sínum helstu verkefnum sem eftirfylgni með jafnréttismálum, þá finnst mér frammistöðu þinni ábótavant. „Auðvitað er æskilegra að það sé miklu meiri blöndun. Það hlýtur að vera stefna allra að reyna að koma því á.“ Hvernig stendur á því að þér finnist það vera æskilegt en ekki nauðsynlegt? Ef það „hlýtur að vera stefna allra“, er það stefna þín? Því það lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera svo. Ef það er hins vegar stefna þín, hvernig nákvæmlega ætlarðu að bregðast við núverandi stöðu sem forsætisráðherra, flokksformaður, og þingmaður? Tilvitnanir eru teknar úr fréttum af visir.is og ruv.is.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun