Viðskipti innlent

Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót

Landsbankinn hefur ekki viljað byrja endurreikninginn fyrr en nýlega.
Landsbankinn hefur ekki viljað byrja endurreikninginn fyrr en nýlega.
Landsbankinn hefur nú hafið endurreikning á meginþorra ólögmætra gengistryggðra lána. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í gær.

Landsbankinn var eini stóri bankinn sem enn var ekki byrjaður að endurreikna lánin. Þar á bæ var borið við réttaróvissu, þar til dómur féll í Hæstarétti í lok maí í máli Plastiðjunnar gegn bankanum.

Um tugi þúsunda lána er að ræða og verða þau endurreiknuð í áföngum. Í tilkynningunni segir að innan bankans sé vonast til að hægt verði að ljúka endurreikningum að mestu fyrir áramót.

Gert í nokkrum áföngum

Bankinn segir að endurreikningurinn muni fara fram í þremur skrefum.

Útreikningar vegna leiðréttingar annarra lána en fasteigna- og bílalána verði birtir strax í þessum mánuði.

Fyrstu endurútreikningar á bílalánum verði síðan birtir viðskiptavinum í byrjun júlí.

Það verði svo „innan tíðar“ sem bankinn muni hefjast handa við leiðréttingu fyrirtækjalána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×