Þrír eðalpennar í sínu elementi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. júní 2013 10:00 Jón Hallur Stefánsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Hermann Stefánsson. Bækur Bautasteinn Borgesar Jón Hallur Stefánsson Bréf frá borg dulbúinna storma Sigurbjörg Þrastardóttir Hælið Hermann Stefánsson Kind Á tímum rafbóka og hraðsoðinna bestsellara bindast skáld og rithöfundar samtökum og gefa út veglega tímaritröð sem hlotið hefur nafnið 1005. Áætlað er að árgangarnir verði þrír og leit sá fyrsti dagsins ljós þann 10.05 í ár. Í árganginum eru þrjú verk, hvert um sig innbundið en kápulaust en þau deila veglegri kápu sem minnir helst á kassa og hönnuð er af Ragnari Helga Ólafssyni. Hann á líka heiðurinn af lausu saurblöðunum tveimur sem eru sjálfstæð listaverk og ekkert því til fyrirstöðu að ramma inn. Glæsileg umgjörð sem strax vekur áhuga á innihaldinu.Bautasteinn Borgesar Fyrsta verkið er grein Jóns Halls Stefánssonar, Bautasteinn Borgesar, þar sem hann rekur ferð sína og fleiri andans manna í kirkjugarðinn í Genf þar sem jarðneskar leifar Jorge Luis Borges hvíla undir mögnuðum legsteini. Ferðin sú er þó aðeins rammi greiningar á ýmsum æviþáttum Borgesar og verkum sem tengjast myndskreytingum legsteinsins. Jón Hallur tengir aðdáunarlega vel saman líf og list skáldsins út frá þessum myndverkum og frásögnin öll er lifandi og spennandi svo úr verður nánast spennusaga sem lesandinn getur ekki hætt að lesa. Bæði efnistök og stíll eru heillandi og ljóst að viðfangsefnið hefur náð heljartökum á höfundinum, sem reyndar segir sjálfur að Borges hafi flækt hann í net sitt í sjálfu Genfarvatni.Bréf frá borg dulbúinna storma Verk númer tvö er ljóðabálkur Sigurbjargar Þrastardóttur, Bréf frá borg dulbúinna storma. Bálkurinn samanstendur af 62 ljóðum sem saman mynda heildstætt ljóðabréf frá ljóðmælanda í Argentínu til viðtakanda í Svíþjóð. Hvort viðtakandinn er einn eða fleiri er þó ekki ljóst því ljóðmælandinn ávarpar hann með ýmsum nöfnum, enda segist hún gleymin á nöfn. Ljóðmál Sigurbjargar er sérstætt og persónulegt eins og jafnan fyrr en sterkust áhrif hefur þó hrynjandin í ljóðunum sem magnar stemninguna til muna og sogar lesandann inn í tangódans sem á yfirborðinu virðist nokkuð sléttur og felldur. Undir krauma þó ástríður, ótti, einmanaleiki og þrá sem hrífa lesandann með sér inn í heim sem í senn er framandi og kunnuglegur. Sannarlega seiðandi lesning.Hælið Þriðja verkið er skáldsagan Hælið eftir Hermann Stefánsson. Ekki heldur í því er allt sem sýnist því það sem á yfirborðinu virðist vera nokkuð hefðbundin glæpasaga reynist allt í senn paródía á glæpasöguna eins og við þekkjum hana, lykilskáldsaga og heimspekileg pæling um mörk andlegs heilbrigðis og geðveiki. Rammi sögunnar er sá að morð er framið í kjallara Kleppsspítala og tveir lögreglumenn, Reynir og Aðalsteinn, eru kallaðir til að rannsaka málið. Þeir eru í upphafi dregnir sömu dráttum og algengast er um lögreglumenn í slíkum sögum en reynast auðvitað mun flóknari og samsettari persónur, sem safna saman í eina mannlýsingu ýmsum klisjum slíkra sögupersóna úr ólíkum áttum. Kleppur er líka óvanalegur vettvangur morðs og þegar í ljós kemur að rithöfundurinn Hermann Stefánsson er þar vistmaður sem situr við skriftir á skáldsögunni Hælinu þar sem Eggert feldskeri er meðal grunaðra morðingja fara að renna fleiri en ein og fleiri en tvær grímur á lesandann. Hermann leikur sér geysivel með þetta staðnaða form og lausn gátunnar er í senn frumleg og klisjukennd, eins og raunar allt annað í sögunni. Hrikalega skemmtileg og frískandi saga. Að framansögðu ætti að vera ljóst að 1005 er einhver mest gefandi og ferskasta lesning sem völ er á um þessar mundir og það er mikið tilhlökkunarefni að eiga von á öðrum eins gleðiskammti að ári. Verst bara hvað það er langt þangað til.Niðurstaða: Þrjú ólík verk sem saman mynda ferskustu og hressilegustu lesningu sem í boði er á íslenskum bókamarkaði um þessar mundir. Gagnrýni Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Bautasteinn Borgesar Jón Hallur Stefánsson Bréf frá borg dulbúinna storma Sigurbjörg Þrastardóttir Hælið Hermann Stefánsson Kind Á tímum rafbóka og hraðsoðinna bestsellara bindast skáld og rithöfundar samtökum og gefa út veglega tímaritröð sem hlotið hefur nafnið 1005. Áætlað er að árgangarnir verði þrír og leit sá fyrsti dagsins ljós þann 10.05 í ár. Í árganginum eru þrjú verk, hvert um sig innbundið en kápulaust en þau deila veglegri kápu sem minnir helst á kassa og hönnuð er af Ragnari Helga Ólafssyni. Hann á líka heiðurinn af lausu saurblöðunum tveimur sem eru sjálfstæð listaverk og ekkert því til fyrirstöðu að ramma inn. Glæsileg umgjörð sem strax vekur áhuga á innihaldinu.Bautasteinn Borgesar Fyrsta verkið er grein Jóns Halls Stefánssonar, Bautasteinn Borgesar, þar sem hann rekur ferð sína og fleiri andans manna í kirkjugarðinn í Genf þar sem jarðneskar leifar Jorge Luis Borges hvíla undir mögnuðum legsteini. Ferðin sú er þó aðeins rammi greiningar á ýmsum æviþáttum Borgesar og verkum sem tengjast myndskreytingum legsteinsins. Jón Hallur tengir aðdáunarlega vel saman líf og list skáldsins út frá þessum myndverkum og frásögnin öll er lifandi og spennandi svo úr verður nánast spennusaga sem lesandinn getur ekki hætt að lesa. Bæði efnistök og stíll eru heillandi og ljóst að viðfangsefnið hefur náð heljartökum á höfundinum, sem reyndar segir sjálfur að Borges hafi flækt hann í net sitt í sjálfu Genfarvatni.Bréf frá borg dulbúinna storma Verk númer tvö er ljóðabálkur Sigurbjargar Þrastardóttur, Bréf frá borg dulbúinna storma. Bálkurinn samanstendur af 62 ljóðum sem saman mynda heildstætt ljóðabréf frá ljóðmælanda í Argentínu til viðtakanda í Svíþjóð. Hvort viðtakandinn er einn eða fleiri er þó ekki ljóst því ljóðmælandinn ávarpar hann með ýmsum nöfnum, enda segist hún gleymin á nöfn. Ljóðmál Sigurbjargar er sérstætt og persónulegt eins og jafnan fyrr en sterkust áhrif hefur þó hrynjandin í ljóðunum sem magnar stemninguna til muna og sogar lesandann inn í tangódans sem á yfirborðinu virðist nokkuð sléttur og felldur. Undir krauma þó ástríður, ótti, einmanaleiki og þrá sem hrífa lesandann með sér inn í heim sem í senn er framandi og kunnuglegur. Sannarlega seiðandi lesning.Hælið Þriðja verkið er skáldsagan Hælið eftir Hermann Stefánsson. Ekki heldur í því er allt sem sýnist því það sem á yfirborðinu virðist vera nokkuð hefðbundin glæpasaga reynist allt í senn paródía á glæpasöguna eins og við þekkjum hana, lykilskáldsaga og heimspekileg pæling um mörk andlegs heilbrigðis og geðveiki. Rammi sögunnar er sá að morð er framið í kjallara Kleppsspítala og tveir lögreglumenn, Reynir og Aðalsteinn, eru kallaðir til að rannsaka málið. Þeir eru í upphafi dregnir sömu dráttum og algengast er um lögreglumenn í slíkum sögum en reynast auðvitað mun flóknari og samsettari persónur, sem safna saman í eina mannlýsingu ýmsum klisjum slíkra sögupersóna úr ólíkum áttum. Kleppur er líka óvanalegur vettvangur morðs og þegar í ljós kemur að rithöfundurinn Hermann Stefánsson er þar vistmaður sem situr við skriftir á skáldsögunni Hælinu þar sem Eggert feldskeri er meðal grunaðra morðingja fara að renna fleiri en ein og fleiri en tvær grímur á lesandann. Hermann leikur sér geysivel með þetta staðnaða form og lausn gátunnar er í senn frumleg og klisjukennd, eins og raunar allt annað í sögunni. Hrikalega skemmtileg og frískandi saga. Að framansögðu ætti að vera ljóst að 1005 er einhver mest gefandi og ferskasta lesning sem völ er á um þessar mundir og það er mikið tilhlökkunarefni að eiga von á öðrum eins gleðiskammti að ári. Verst bara hvað það er langt þangað til.Niðurstaða: Þrjú ólík verk sem saman mynda ferskustu og hressilegustu lesningu sem í boði er á íslenskum bókamarkaði um þessar mundir.
Gagnrýni Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira