Af dólgum Árni Páll Árnason skrifar 18. júlí 2013 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins gerir því skóna í leiðara í gær að afstaða mín til einkarekstrar heilbrigðisþjónustu einkennist af skotgrafapólitík og ósamkvæmni. Ljúft er að leiðrétta það. Hann minnir á málafylgju mína fyrir nýju sjúkratryggingalöggjöfinni vorið 2008, sem Samfylkingin átti stóran hlut í. Sú löggjöf varð góð, fyrir okkar tilverknað. En sporin hræða. Það tók mig og aðra samningamenn Samfylkingarinnar margar vikur að þvinga orðin „án tillits til efnahags“ inn í lagatextann. Grunnstefna okkar var þá sú sama og nú: Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir almenning eða að fólki verði mismunað um þjónustu eftir efnahag. Það var ekki grunnstefna Sjálfstæðisflokksins þá og ég efast um að það hafi breyst. Í stjórnarsáttmálanum frá í vor er sagt að heilbrigðisþjónustu eigi að veita „án tillits til búsetu“ en hvergi er vikið einu orði að hana eigi að veita án tillits til efnahags.Hvert stefnir nýr heilbrigðisráðherra? Ritstjórinn nefnir réttilega að hægt er að beita ýmsum leiðum til að tryggja samningsstöðu ríkisins gagnvart einkaaðilum. Í glímunni um frumvarpið var sjálfstæðisráðherrann samt alltaf á móti tilraunum okkar til að styrkja þessa stöðu. Blessunarlega höfðum við betur. Enginn veit enn að hverju nýr heilbrigðisráðherra stefnir. En það er ástæða til að hafa uppi varnaðarorð ef ætlunin er að færa alla heilsugæslu til einkaaðila. Eitt er að það mun flækja flutning þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, því margt mælir með að heilsugæslan fylgi þar með. Annað er að almenna viðmiðið í sjúkratryggingalögunum er að forðast beri að setja alla þekkingu og reynslu til einkaaðila á einu bretti, því þá glatar ríkið samningsstöðu sinni til frambúðar og býður heim dólgakapítalisma. Eins er óhjákvæmilegt að setja á fót sjálfstætt eftirlit með þjónustunni og styrkja Sjúkratryggingastofnun, ef ráðast á í aukin útboð þjónustu. Allt þetta voru atriði sem þáverandi sjálfstæðisráðherra taldi aukaatriði. Þótt sporin hræði skulum við gefa þeim nýja færi á að feta aðra braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins gerir því skóna í leiðara í gær að afstaða mín til einkarekstrar heilbrigðisþjónustu einkennist af skotgrafapólitík og ósamkvæmni. Ljúft er að leiðrétta það. Hann minnir á málafylgju mína fyrir nýju sjúkratryggingalöggjöfinni vorið 2008, sem Samfylkingin átti stóran hlut í. Sú löggjöf varð góð, fyrir okkar tilverknað. En sporin hræða. Það tók mig og aðra samningamenn Samfylkingarinnar margar vikur að þvinga orðin „án tillits til efnahags“ inn í lagatextann. Grunnstefna okkar var þá sú sama og nú: Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir almenning eða að fólki verði mismunað um þjónustu eftir efnahag. Það var ekki grunnstefna Sjálfstæðisflokksins þá og ég efast um að það hafi breyst. Í stjórnarsáttmálanum frá í vor er sagt að heilbrigðisþjónustu eigi að veita „án tillits til búsetu“ en hvergi er vikið einu orði að hana eigi að veita án tillits til efnahags.Hvert stefnir nýr heilbrigðisráðherra? Ritstjórinn nefnir réttilega að hægt er að beita ýmsum leiðum til að tryggja samningsstöðu ríkisins gagnvart einkaaðilum. Í glímunni um frumvarpið var sjálfstæðisráðherrann samt alltaf á móti tilraunum okkar til að styrkja þessa stöðu. Blessunarlega höfðum við betur. Enginn veit enn að hverju nýr heilbrigðisráðherra stefnir. En það er ástæða til að hafa uppi varnaðarorð ef ætlunin er að færa alla heilsugæslu til einkaaðila. Eitt er að það mun flækja flutning þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, því margt mælir með að heilsugæslan fylgi þar með. Annað er að almenna viðmiðið í sjúkratryggingalögunum er að forðast beri að setja alla þekkingu og reynslu til einkaaðila á einu bretti, því þá glatar ríkið samningsstöðu sinni til frambúðar og býður heim dólgakapítalisma. Eins er óhjákvæmilegt að setja á fót sjálfstætt eftirlit með þjónustunni og styrkja Sjúkratryggingastofnun, ef ráðast á í aukin útboð þjónustu. Allt þetta voru atriði sem þáverandi sjálfstæðisráðherra taldi aukaatriði. Þótt sporin hræði skulum við gefa þeim nýja færi á að feta aðra braut.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar