Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín María Lilja Þrastardóttir skrifar 18. júlí 2013 07:00 Crystal í Ármúla. Tveir kampavínsklúbbar hafa verið opnaðir nýverið í Reykjavík, einn í Austurstræti og annar í Ármúla gegnt Fjölbrautaskólanum. Fyrir var einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Strawberries í Lækjargötu. „Þetta er kampavínsklúbbur. Þá geturðu keypt flott vín í dýrari kantinum og fengið að ræða við stúlkurnar sem hér vinna í staðinn,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal í Ármúla. Spurður segir hann að ekkert óeðlilegt sé við slíka starfsemi og að hún sé öll innan lagalegra marka. Eftirspurnin sé ágæt. „Það mætti auðvitað vera meira að gera, en við erum að fara í gang,“ segir Haraldur. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og til að mynda hefur talsverður styr staðið um kampavínsklúbbinn Strawberries. Staðnum var lokað af lögreglu nokkrum sinnum árið 2007 vegna meintra brota á vínveitingalöggjöfinni en hefur verið opinn allar götur síðan. Eftir að lögum um starfsemi nektardansstaða var breytt árið 2010 hurfu nektardansstaðirnir af sjónarsviðinu en við tóku kampavínsklúbbar. Mikael Nikulásson, eigandi VIP-Club, vildi ekki tjá sig en viðurkenndi að starfsemi staðarins væri í anda kampavínsklúbba.Hvað gerist á kampavínsklúbbum Tveir útsendarar á vegum Fréttablaðsins heimsóttu kampavínsklúbbana í vikunni. Við komuna á Crystal í Ármúla tók á móti okkur dynjandi popptónlist. Staðurinn var nær allur bólstraður með gervileðri og úr loftinu héngu kristalsljósakrónur. Bekkir voru meðfram öllum veggjum og borð þar við. Barinn sjálfur var lítill en við hlið hans var tveggja sæta sófi og „prívat“ svæði. Innst inni á staðnum sátu í hnapp fimm konur af erlendu bergi brotnu. Konurnar voru klæddar í djörf undirföt, lítil pils, netasokka og háa hæla. Til þess að fá að tala við þær þarf að kaupa kampavín, sem blaðamaður lét þó vera. Í Austurstrætinu er innangengt á VIP-Club innan af öðrum skemmtistað sem heitir Home. Samkvæmt stúlku á barnum er starfsemin ekki tengd á neinn hátt, en eigandi staðarins sagði þó í samtali við Fréttablaðið að staðurinn væri ein heild. Hann gat þó ekki gefið skýringar á því hvers vegna staðurinn bæri þá tvö nöfn. Það var svipað umhorfs inni á VIP-Club og á Crystal. Þar störfuðu nokkrar stúlkur sem kváðust vera frá Slóveníu. Þær höfðu aðeins búið á Íslandi í eina viku en töluðu eilitla ensku. Þær sögðust búa allar saman í lítilli blokkaríbúð og því vera mjög nánar. Ein kvennanna var greinilegur yfirmaður þeirra og virtust konurnar leita til hennar eftir samþykki um næstu skref í samskiptunum. Í boði var að fara afsíðis í bakherbergi. Þar gátu þær veitt heimildarmanni „það sem hann vildi“ án þess að frekari útskýringar fylgdu. Tíu mínútur með stúlku þar kostuðu tuttugu þúsund.mynd/daníel Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tveir kampavínsklúbbar hafa verið opnaðir nýverið í Reykjavík, einn í Austurstræti og annar í Ármúla gegnt Fjölbrautaskólanum. Fyrir var einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Strawberries í Lækjargötu. „Þetta er kampavínsklúbbur. Þá geturðu keypt flott vín í dýrari kantinum og fengið að ræða við stúlkurnar sem hér vinna í staðinn,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal í Ármúla. Spurður segir hann að ekkert óeðlilegt sé við slíka starfsemi og að hún sé öll innan lagalegra marka. Eftirspurnin sé ágæt. „Það mætti auðvitað vera meira að gera, en við erum að fara í gang,“ segir Haraldur. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og til að mynda hefur talsverður styr staðið um kampavínsklúbbinn Strawberries. Staðnum var lokað af lögreglu nokkrum sinnum árið 2007 vegna meintra brota á vínveitingalöggjöfinni en hefur verið opinn allar götur síðan. Eftir að lögum um starfsemi nektardansstaða var breytt árið 2010 hurfu nektardansstaðirnir af sjónarsviðinu en við tóku kampavínsklúbbar. Mikael Nikulásson, eigandi VIP-Club, vildi ekki tjá sig en viðurkenndi að starfsemi staðarins væri í anda kampavínsklúbba.Hvað gerist á kampavínsklúbbum Tveir útsendarar á vegum Fréttablaðsins heimsóttu kampavínsklúbbana í vikunni. Við komuna á Crystal í Ármúla tók á móti okkur dynjandi popptónlist. Staðurinn var nær allur bólstraður með gervileðri og úr loftinu héngu kristalsljósakrónur. Bekkir voru meðfram öllum veggjum og borð þar við. Barinn sjálfur var lítill en við hlið hans var tveggja sæta sófi og „prívat“ svæði. Innst inni á staðnum sátu í hnapp fimm konur af erlendu bergi brotnu. Konurnar voru klæddar í djörf undirföt, lítil pils, netasokka og háa hæla. Til þess að fá að tala við þær þarf að kaupa kampavín, sem blaðamaður lét þó vera. Í Austurstrætinu er innangengt á VIP-Club innan af öðrum skemmtistað sem heitir Home. Samkvæmt stúlku á barnum er starfsemin ekki tengd á neinn hátt, en eigandi staðarins sagði þó í samtali við Fréttablaðið að staðurinn væri ein heild. Hann gat þó ekki gefið skýringar á því hvers vegna staðurinn bæri þá tvö nöfn. Það var svipað umhorfs inni á VIP-Club og á Crystal. Þar störfuðu nokkrar stúlkur sem kváðust vera frá Slóveníu. Þær höfðu aðeins búið á Íslandi í eina viku en töluðu eilitla ensku. Þær sögðust búa allar saman í lítilli blokkaríbúð og því vera mjög nánar. Ein kvennanna var greinilegur yfirmaður þeirra og virtust konurnar leita til hennar eftir samþykki um næstu skref í samskiptunum. Í boði var að fara afsíðis í bakherbergi. Þar gátu þær veitt heimildarmanni „það sem hann vildi“ án þess að frekari útskýringar fylgdu. Tíu mínútur með stúlku þar kostuðu tuttugu þúsund.mynd/daníel
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira