Innlent

Götulokun kippt í liðinn eftir túr með pirruðum leigubílstjóra

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Lokun Frakkastígs bæði við Laugaveg og Hverfisgötu
Lokun Frakkastígs bæði við Laugaveg og Hverfisgötu Fréttablaðið / Daníel
„Það ríkti öngþveiti á svæðinu, segir í bréfi Jakobs F. Magnússonar, framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, til skipulagssviðs borgarinnar. Framkvæmdaáætlun vegna Hverfisgötu sé farin úrskeiðis.

Vegna framkvæmdanna er lokað fyrir umferð niður Klapparstíg frá Hverfisgötu og um Laugaveg frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg.

Jakob Frímann Magnússon.
„Nú er hins vegar búið að loka Frakkastíg, bæði við Laugaveg og við Hverfisgötu – úr báðum áttum,“ segir Jakob, sem kannaði málið persónulega á þriðjudagskvöldið eftir upphringingar frá „bálillum“ rekstraraðilum.

„Bílstjórar bersýnilega ekki að átta sig, óku áfram á Hverfisgötu að hliðinu við Frakkastíg og hófu þar U-beygjur við afar þröngar og erfiðar aðstæður. Leigubílstjóri minn varð fljótlega verulega hissa og pirraður,“ lýsir Jakob í bréfi sínu til Ólafar Örvarsdóttur, sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.

„Takk fyrir að láta okkur vita og ég vissi ekki af þessum breytingum,“ svarar Ólöf sem kveðst munu láta starfsmann sinn sjá til þess málinu „verði kippt í liðinn snarasta“. Ekki ber á á öðru en að það hafi verið gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×