Sprengjusérfræðingur óskast Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. júlí 2013 06:15 Lífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brennidepli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé „sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum. Ef þetta væru lífeyrissjóðir almennra launþega myndu þeir þurfa að skerða réttindi. En það gerist ekki hjá sjóðum hins opinbera nema að litlu leyti. Stór hluti opinberra starfsmanna nýtur lífeyrisréttinda, sem miðast ekki við það hvað hefur safnazt í sjóðina heldur eru þau skilgreind í lögum og skattgreiðendur borga ef upp á vantar. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) er stærsta vandamálið. Hallinn á honum er 466 milljarðar, þar af um 360 vegna B-deildarinnar sem heldur utan um réttindi eldri starfsmanna. Hallinn er til kominn vegna þess að ríkið hefur sparað sér að hækka iðgjald launagreiðanda þannig að það stæði undir skuldbindingum sjóðsins. Stjórnmálamenn hafa ekki talið svigrúm til að fjármagna sjóðinn eins og þurfti og í staðinn safnað upp þessari skuld við hann. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér og ekki lagt í að skera enn meira niður í þjónustu hins opinbera til að eiga fyrir því sem þurfti að leggja sjóðnum til. Á mannamáli heitir þetta: Við skattgreiðendur höfum ekki efni á þessum ríkulegu lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Tölurnar eru ævintýralegar – hallinn samsvarar hér um bil heilum fjárlögum ríkisins. Árlega bæta stjórnmálamennirnir einni dínamíttúpu í tifandi tímasprengju með því að gera ekki neitt. Hvernig á að gera sprengjuna óvirka? LSR boðar að um áramótin þurfi að hækka iðgjald til A-deildar sjóðsins um eitt prósentustig til að leysa bráðavanda hennar, en hallinn á henni er orðinn meiri en lög leyfa. Pétur Blöndal, þingmaður og tryggingastærðfræðingur, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að miklu stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum og koma þurfi hallanum með einhverjum hætti inn á fjárlög. Það þýðir að skattgreiðendur munu næstu árin þurfa að borga marga milljarða á ári til að standa við skuldbindingar gagnvart eldri ríkisstarfsmönnum. Svigrúmið hjá ríkissjóði er ekkert, þannig að skera verður niður á móti. Það er ekki hægt án þess að fækka starfsfólki ríkisins. Bent hefur verið á að eigi að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sem borga í A-deildina verði að hækka við þá launin. Það má til sanns vegar færa, en jafnlitlir peningar eru til í ríkissjóði fyrir því. Ef laun ríkisstarfsmanna eiga að hækka, þarf því um leið að fækka þeim sem þiggja þau. Þannig standa hagsmunasamtök opinberra starfsmanna frammi fyrir þeirri áhugaverðu þversögn í hagsmunabaráttu sinni að það verður að fækka ríkisstarfsmönnum til að tryggja lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna. Það finnst mönnum vafalaust vont, en er einhver önnur leið til að aftengja tímasprengjuna? Hér með er lýst eftir sprengjusérfræðingnum sem kann þau trix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brennidepli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé „sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum. Ef þetta væru lífeyrissjóðir almennra launþega myndu þeir þurfa að skerða réttindi. En það gerist ekki hjá sjóðum hins opinbera nema að litlu leyti. Stór hluti opinberra starfsmanna nýtur lífeyrisréttinda, sem miðast ekki við það hvað hefur safnazt í sjóðina heldur eru þau skilgreind í lögum og skattgreiðendur borga ef upp á vantar. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) er stærsta vandamálið. Hallinn á honum er 466 milljarðar, þar af um 360 vegna B-deildarinnar sem heldur utan um réttindi eldri starfsmanna. Hallinn er til kominn vegna þess að ríkið hefur sparað sér að hækka iðgjald launagreiðanda þannig að það stæði undir skuldbindingum sjóðsins. Stjórnmálamenn hafa ekki talið svigrúm til að fjármagna sjóðinn eins og þurfti og í staðinn safnað upp þessari skuld við hann. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér og ekki lagt í að skera enn meira niður í þjónustu hins opinbera til að eiga fyrir því sem þurfti að leggja sjóðnum til. Á mannamáli heitir þetta: Við skattgreiðendur höfum ekki efni á þessum ríkulegu lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Tölurnar eru ævintýralegar – hallinn samsvarar hér um bil heilum fjárlögum ríkisins. Árlega bæta stjórnmálamennirnir einni dínamíttúpu í tifandi tímasprengju með því að gera ekki neitt. Hvernig á að gera sprengjuna óvirka? LSR boðar að um áramótin þurfi að hækka iðgjald til A-deildar sjóðsins um eitt prósentustig til að leysa bráðavanda hennar, en hallinn á henni er orðinn meiri en lög leyfa. Pétur Blöndal, þingmaður og tryggingastærðfræðingur, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að miklu stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum og koma þurfi hallanum með einhverjum hætti inn á fjárlög. Það þýðir að skattgreiðendur munu næstu árin þurfa að borga marga milljarða á ári til að standa við skuldbindingar gagnvart eldri ríkisstarfsmönnum. Svigrúmið hjá ríkissjóði er ekkert, þannig að skera verður niður á móti. Það er ekki hægt án þess að fækka starfsfólki ríkisins. Bent hefur verið á að eigi að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sem borga í A-deildina verði að hækka við þá launin. Það má til sanns vegar færa, en jafnlitlir peningar eru til í ríkissjóði fyrir því. Ef laun ríkisstarfsmanna eiga að hækka, þarf því um leið að fækka þeim sem þiggja þau. Þannig standa hagsmunasamtök opinberra starfsmanna frammi fyrir þeirri áhugaverðu þversögn í hagsmunabaráttu sinni að það verður að fækka ríkisstarfsmönnum til að tryggja lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna. Það finnst mönnum vafalaust vont, en er einhver önnur leið til að aftengja tímasprengjuna? Hér með er lýst eftir sprengjusérfræðingnum sem kann þau trix.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun