Hvað heitir makríll á ensku? Elín Hirst skrifar 19. júlí 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun