Tíska og hönnun

Gucci var með flestar forsíðurnar

Þessir tveir kjólar voru sérlega vinsæl forsíðuefni.
Þessir tveir kjólar voru sérlega vinsæl forsíðuefni. Nordicphotos/getty
Hönnun frá ítalska tískuhúsinu Gucci prýðir flestar forsíður tískutímarita í vor, eða samtals 111 forsíður. Þetta kemur fáum á óvart, enda hafa Gucci, Chanel, Dolce & Gabbana, Louis Vuitton og Dior yfirleitt keppt um þennan heiður.



Gucci, undir stjórn yfirhönnuðarins Fridu Giannini, fór síðast með sigur af hólmi haustið 2012. Meðal þeirra er klæddust flíkum frá Gucci á forsíðum tímarita má nefna Naomi Watts fyrir ástralska Vogue, Kate Hudson fyrir forsíðu breska Elle, Li Bingbing á forsíðu kínverska Cosmopolitan og söngkonurnar Lady Gaga, Rihönnu, Beyoncé og Florence Welch.

Í öðru sæti, með 97 forsíður, var Raf Simons fyrir franska tískuhúsið Christian Dior.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×