Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir skrifar 26. júlí 2013 08:51 Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. Þar var kallað til bæna á föstudögum en annars var þögn í turninum og engin truflun af nokkurri starfsemi í moskunni. Hins vegar hringdu kirkjuklukkur í hverfinu tíma og ótíma. Mér varð hugsað til moskunnar um daginn. Sumarið 1992 var 9 ára gömul belgísk stúlka af marokkönskum uppruna, Loubna Benaïssa, send út í búð að kaupa jógúrt. Hún kom aldrei heim úr þeirri ferð. Fimm árum síðar bar þrotlaus barátta Nabelu systur hennar, sem var fáeinum árum eldri, þann árangur að hvarf hennar var aftur tekið til rannsóknar og lík Loubnu litlu fannst í verkfærakistu í kjallara dæmds kynferðisbrotamanns, aðeins 200 metra frá heimili fjölskyldunnar. Í ljós kom að upphafleg rannsókn hafði verið lítil og hroðvirknisleg og hófst reyndar ekki fyrr en viku eftir hvarf Loubnu. Það hafði meira að segja farið fram húsleit heima hjá morðingja hennar. Hvarf lítillar múslímastúlku var ekki sett í forgang og vakti takmarkaða athygli fjölmiðla og var það í hróplegu misræmi við rannsókn á hvarfi annarra belgískra stúlkna á þessum árum, sem barnaníðingurinn Marc Dutroux hafði á samviskunni. Þarna hefði mátt búast við að hatur myndi blossa upp meðal múslíma í Brussel (sem eru um 300.000 eða fjórðungur borgarbúa) í kjölfarið og jafnvel að óeirðir brytust út. En svo var ekki, allir, múslímar, kaþólskir, mótmælendur og aðrir, sameinuðust í harmi og hryllingi, margir límdu mynd af Loubnu með árituninni „Gleymum aldrei Loubnu Benaïssa“ í hús- og bílglugga og dag frá degi fjölgaði hvítu blómunum fyrir utan moskuna þar til blómahrúgan náði næstum upp að handfangi aðaldyranna. Það var áhrifamikið að ganga „hvítu gönguna“ gegnum Brussel endilanga ásamt hálfri milljón borgarbúa til að minnast þessara fórnarlamba barnaníðinga, en enginn hrópaði slagorð, enginn var með mótmælaskilti. Þeim mun fleiri voru hvítklæddir og báru hvít blóm.Vikið frá ströngum trúarreglum Þegar leið að útför Loubnu litlu varð ljóst að stærsta moska borgarinnar, sem rúmar 1.000 manns, dugði ekki til. Þá var ákveðið að setja upp tvo risaskjái í garði moskunnar og sýna beint frá athöfninni. Yfir 20 þúsund borgarbúar streymdu í garðinn til að heiðra minningu litlu stúlkunnar. Forystumenn safnaðarins ákváðu að víkja frá ströngum trúarreglum og rétta fram hönd til fjölskyldna fórnarlamba Marcs Dutroux, sem allar voru kaþólskar, og bjóða þeim að taka þátt í athöfninni inni í moskunni, þar sem mæðrunum var boðið að ávarpa söfnuðinn. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konur töluðu í aðalsal moskunnar. Þetta var áhrifarík stund, sem einkenndist af gagnkvæmri virðingu. Víða í garðinum mátti heyra innfædda Belga endurtaka „Allahu Akbar“ eftir Ímaminum og allir hlýddu þeim sem kunnu siðina og sneru sér í átt til Mekka þegar við átti, alveg eins og við hermum eftir þeim sem kunna kristna siði og stöndum upp í kirkjunni á réttum augnablikum. Þegar athöfninni var lokið var almenningi boðið að koma inn í moskuna. Við hjónin þáðum boðið og gengum inn í fallegan salinn, alþakinn mjúkum bænateppum. Þar var steint gler í gluggum og í útskornum hillum voru raðir af Kóraninum í fallegu gull- eða silfurslegnu bandi. Nokkrir gestir, karlar og konur, sátu á teppunum í þögn. Þarf ég að nefna að auðvitað fórum við úr skónum? Ég fer heldur ekki í kirkjur í Suður-Evrópu aðeins í bikiníbrjóstahaldara að ofan. Því er við að bæta að strax eftir athöfnina voru líkamsleifar Loubnu Benaïssa fluttar til Marokkó til greftrunar, enda var ekki múslímskur grafreitur í Brussel, þrátt fyrir margra ára viðleitni múslímskra íbúa til að fá grafreit. Það hefði verið enn þungbærara fyrir fjölskyldu hennar ef ekki hefði verið hægt að halda kveðjuathöfn um Loubnu í heimaborg hennar, Brussel, vegna þess að einhverjir hefðu verið á móti byggingu mosku þar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í sambandi við haturs- og öfgafulla umræðu undanfarið um væntanlega byggingu mosku í Reykjavík, umræðu sem einkennist jafnvel af svo miklu þekkingarleysi að moskan er eignuð allt öðrum söfnuði en þeim sem hefur beðið eftir lóðinni síðan fyrir aldamót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. Þar var kallað til bæna á föstudögum en annars var þögn í turninum og engin truflun af nokkurri starfsemi í moskunni. Hins vegar hringdu kirkjuklukkur í hverfinu tíma og ótíma. Mér varð hugsað til moskunnar um daginn. Sumarið 1992 var 9 ára gömul belgísk stúlka af marokkönskum uppruna, Loubna Benaïssa, send út í búð að kaupa jógúrt. Hún kom aldrei heim úr þeirri ferð. Fimm árum síðar bar þrotlaus barátta Nabelu systur hennar, sem var fáeinum árum eldri, þann árangur að hvarf hennar var aftur tekið til rannsóknar og lík Loubnu litlu fannst í verkfærakistu í kjallara dæmds kynferðisbrotamanns, aðeins 200 metra frá heimili fjölskyldunnar. Í ljós kom að upphafleg rannsókn hafði verið lítil og hroðvirknisleg og hófst reyndar ekki fyrr en viku eftir hvarf Loubnu. Það hafði meira að segja farið fram húsleit heima hjá morðingja hennar. Hvarf lítillar múslímastúlku var ekki sett í forgang og vakti takmarkaða athygli fjölmiðla og var það í hróplegu misræmi við rannsókn á hvarfi annarra belgískra stúlkna á þessum árum, sem barnaníðingurinn Marc Dutroux hafði á samviskunni. Þarna hefði mátt búast við að hatur myndi blossa upp meðal múslíma í Brussel (sem eru um 300.000 eða fjórðungur borgarbúa) í kjölfarið og jafnvel að óeirðir brytust út. En svo var ekki, allir, múslímar, kaþólskir, mótmælendur og aðrir, sameinuðust í harmi og hryllingi, margir límdu mynd af Loubnu með árituninni „Gleymum aldrei Loubnu Benaïssa“ í hús- og bílglugga og dag frá degi fjölgaði hvítu blómunum fyrir utan moskuna þar til blómahrúgan náði næstum upp að handfangi aðaldyranna. Það var áhrifamikið að ganga „hvítu gönguna“ gegnum Brussel endilanga ásamt hálfri milljón borgarbúa til að minnast þessara fórnarlamba barnaníðinga, en enginn hrópaði slagorð, enginn var með mótmælaskilti. Þeim mun fleiri voru hvítklæddir og báru hvít blóm.Vikið frá ströngum trúarreglum Þegar leið að útför Loubnu litlu varð ljóst að stærsta moska borgarinnar, sem rúmar 1.000 manns, dugði ekki til. Þá var ákveðið að setja upp tvo risaskjái í garði moskunnar og sýna beint frá athöfninni. Yfir 20 þúsund borgarbúar streymdu í garðinn til að heiðra minningu litlu stúlkunnar. Forystumenn safnaðarins ákváðu að víkja frá ströngum trúarreglum og rétta fram hönd til fjölskyldna fórnarlamba Marcs Dutroux, sem allar voru kaþólskar, og bjóða þeim að taka þátt í athöfninni inni í moskunni, þar sem mæðrunum var boðið að ávarpa söfnuðinn. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konur töluðu í aðalsal moskunnar. Þetta var áhrifarík stund, sem einkenndist af gagnkvæmri virðingu. Víða í garðinum mátti heyra innfædda Belga endurtaka „Allahu Akbar“ eftir Ímaminum og allir hlýddu þeim sem kunnu siðina og sneru sér í átt til Mekka þegar við átti, alveg eins og við hermum eftir þeim sem kunna kristna siði og stöndum upp í kirkjunni á réttum augnablikum. Þegar athöfninni var lokið var almenningi boðið að koma inn í moskuna. Við hjónin þáðum boðið og gengum inn í fallegan salinn, alþakinn mjúkum bænateppum. Þar var steint gler í gluggum og í útskornum hillum voru raðir af Kóraninum í fallegu gull- eða silfurslegnu bandi. Nokkrir gestir, karlar og konur, sátu á teppunum í þögn. Þarf ég að nefna að auðvitað fórum við úr skónum? Ég fer heldur ekki í kirkjur í Suður-Evrópu aðeins í bikiníbrjóstahaldara að ofan. Því er við að bæta að strax eftir athöfnina voru líkamsleifar Loubnu Benaïssa fluttar til Marokkó til greftrunar, enda var ekki múslímskur grafreitur í Brussel, þrátt fyrir margra ára viðleitni múslímskra íbúa til að fá grafreit. Það hefði verið enn þungbærara fyrir fjölskyldu hennar ef ekki hefði verið hægt að halda kveðjuathöfn um Loubnu í heimaborg hennar, Brussel, vegna þess að einhverjir hefðu verið á móti byggingu mosku þar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í sambandi við haturs- og öfgafulla umræðu undanfarið um væntanlega byggingu mosku í Reykjavík, umræðu sem einkennist jafnvel af svo miklu þekkingarleysi að moskan er eignuð allt öðrum söfnuði en þeim sem hefur beðið eftir lóðinni síðan fyrir aldamót.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun