Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. júlí 2013 08:00 „Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. Skógar III eru í eigu bandaríska einsetumannsins Peter Michael Micari og félagsins Lífsvals sem nú tilheyrir Landsbankanum. Það er helmingshlutur Lífsvals sem nú er til sölu.Í auglýsingu á vef Fasteignamiðstöðvarinnar kemur fram að tilraunir með borun eftir olíu hafa farið fram á Skógum III. „Sumir telja að þær lofi góðu,“ segir í auglýsingunni. „Það getur vel verið að það sé olía víða en ég man aldrei eftir því neinn hafi látið sér detta í hug að bora,“ segir Magnús. Jarðhitadeild Orkustofnunar tók fyrir um þremur áratugum sýni af gasi sem kemur upp á söndunum í Öxarfirði. Kristinn Einarsson, yfirverkefnastjóri hjá Orkustofnun, segir sýnin ekki hafa verið þess eðlis að rannsóknum hafi verið haldið áfram. Líklega stafi gasið frá surtarbrandi en ekki olíu. „Við höfum ekki trú á að það sé mikil olía þarna - ef einhver er. Við teljum eiginlega engar líkur á að finna olíu uppi á landi á Íslandi. En við höfum samt ákveðinn viðbúnað á þessu svæði og erum með það í rannsókn, ef eitthvað skyldi finnast,“ segir Kristinn.Hinrik Lárusson, sem átti helmingshlut í Skógum III um árabil þar til hann seldi hlutinn til Lífsvals, er annarrar skoðunar. Hinrik segist hafa borað á jörðinni á sínum tíma. Mikið af 96 gráðu heitu vatni kemur úr borholu þar: „Það er ekki spurning að það er olía þarna,“ segir Hinrik. Peter Michael Micari, sem kveðst vera biskup í kaþólskum söfnuði, keypti helmingshlut í Skógum III vorið 1995. Haustið sama ár keypti Micari jörðina Kvennahól í Dalasýslu og hefur búið þar síðan. Í febrúar árið 2000 sagði Peter frá því í samtali við DV að hann hafi verið verulega hlunnfarinn við kaupin á Skógajörðinni. Hlutur Peters er ekki til sölu. Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
„Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. Skógar III eru í eigu bandaríska einsetumannsins Peter Michael Micari og félagsins Lífsvals sem nú tilheyrir Landsbankanum. Það er helmingshlutur Lífsvals sem nú er til sölu.Í auglýsingu á vef Fasteignamiðstöðvarinnar kemur fram að tilraunir með borun eftir olíu hafa farið fram á Skógum III. „Sumir telja að þær lofi góðu,“ segir í auglýsingunni. „Það getur vel verið að það sé olía víða en ég man aldrei eftir því neinn hafi látið sér detta í hug að bora,“ segir Magnús. Jarðhitadeild Orkustofnunar tók fyrir um þremur áratugum sýni af gasi sem kemur upp á söndunum í Öxarfirði. Kristinn Einarsson, yfirverkefnastjóri hjá Orkustofnun, segir sýnin ekki hafa verið þess eðlis að rannsóknum hafi verið haldið áfram. Líklega stafi gasið frá surtarbrandi en ekki olíu. „Við höfum ekki trú á að það sé mikil olía þarna - ef einhver er. Við teljum eiginlega engar líkur á að finna olíu uppi á landi á Íslandi. En við höfum samt ákveðinn viðbúnað á þessu svæði og erum með það í rannsókn, ef eitthvað skyldi finnast,“ segir Kristinn.Hinrik Lárusson, sem átti helmingshlut í Skógum III um árabil þar til hann seldi hlutinn til Lífsvals, er annarrar skoðunar. Hinrik segist hafa borað á jörðinni á sínum tíma. Mikið af 96 gráðu heitu vatni kemur úr borholu þar: „Það er ekki spurning að það er olía þarna,“ segir Hinrik. Peter Michael Micari, sem kveðst vera biskup í kaþólskum söfnuði, keypti helmingshlut í Skógum III vorið 1995. Haustið sama ár keypti Micari jörðina Kvennahól í Dalasýslu og hefur búið þar síðan. Í febrúar árið 2000 sagði Peter frá því í samtali við DV að hann hafi verið verulega hlunnfarinn við kaupin á Skógajörðinni. Hlutur Peters er ekki til sölu.
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira