Tíska og hönnun

Handsaumað og sérsniðið

Ulyana Sergeenko
Ulyana Sergeenko
Haute couture-haustlínurnar fyrir 2013 voru sýndar á tískuvikunni í París í byrjun mánaðarins.

Fá tískuhús senda frá sér couture-línur enda eru þær bæði tímafrekar í framleiðslu og kostnaðarsamar. Að auki þurfa tískuhúsin að uppfylla strangar kröfur til að línur geti talist til haute couture.

Hugtakið er franskt og mætti þýða sem hátísku á íslensku. Flíkurnar eru handsaumaðar úr hágæða efnum og sérsniðnar á viðskiptavininn. Hugtakið er lögverndað í Frakklandi og lýtur stjórn Chambre de commerce et d‘industrie de Paris.

Sautján tískuhús sýndu línur fyrir haustið og voru blúndur, hárnákvæmur útsaumur og pallíettur í forgrunni hjá mörgum hönnuðanna. Hvítt og svart voru ríkjandi litir, sem og rauðir og bláir litir.



Reglur Haute Couture

  • Hannað eftir pöntun viðskiptavinar, ein eða fleiri mátanir.
  • Tískuhúsið skal reka saumastofu (atelier) í París með í það minnsta fimmtán starfsmenn.
  • Tískuhúsið verður að reka saumastofu með að minnsta tuttugu starfsmenn.
  • Sýna skal tvær línur á ári. Hver lína á að innihalda 35 heilklæðnaði, bæði dagklæðnað og kvöldklæðnað.
Christian Dior
Valentino
Giambattista Valli
Christian Dior
Ulyana Sergeenko
Giambattista Valli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×