Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júlí 2013 08:00 Rib-bátar eru stundum notaðir til að skoða hvali. „Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira