Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Stígur Helgason skrifar 30. júlí 2013 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er umtalaðasta dómsmál Íslandssögunnar. Hér má sjá Sævar Ciesielski í Sakadómi Reykjavíkur árið 1977. Fréttablaðið/GVA Ríkissaksóknari hefur sent þeim sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku málsins. Aðeins eitt svar hefur borist og þar er ekki tekin afdráttarlaus afstaða til spurningarinnar. Fjórir þeirra sex sem hlutu dóm í málinu eru enn á lífi; Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Viðarsson. Þau fengu öll sent bréf af þessu tagi 29. maí síðastliðinn. Hinir tveir, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í bréfinu eru fjórmenningarnir í fyrsta lagi spurðir hvort þeir hafi í hyggju að leggja sjálfir fram beiðni um endurupptöku málsins. Hins vegar eru þeir spurðir, hyggist ekki gera það, hver afstaða þeirra sé til þess að ríkissaksóknari leggi fram slíka beiðni, yrði það niðurstaðan af skoðun embættisins á gögnum málsins. „Það var komið svar frá einum en veit ekki til þess að það hafi komið meira,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem er nú í sumarleyfi. „Fólk er greinilega eitthvað að hugsa þetta.“ Hún segir þetta eina svar ekki vera afdráttarlaust til eða frá. „Það er svona hvorki né. Viðkomandi er fyrst og fremst að velta fyrir sér gögnum.“Sigríður FriðjónsdóttirRíkissaksóknari hóf athugun á mögulegri endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í kjölfar þess að starfshópur innanríkisráðherra um málið skilaði skýrslu sinni í mars. Niðurstaða hópsins var að „veigamiklar ástæður“ væru fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að hafið væri yfir vafa að framburðir allra sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Sigríður segir það vera eðlilega stjórnsýslu að óska eftir afstöðu þeirra sem voru dæmdir í málinu áður en lengra verður haldið. „Það breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, en ég vildi samt vita hver þeirra hugur væri. Ef fólkið hefur engan áhuga á þessu þá ætlar ákæruvaldið ekki að stökkva til og gera eitthvað í óþökk dómfelldu.“ Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur sent þeim sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku málsins. Aðeins eitt svar hefur borist og þar er ekki tekin afdráttarlaus afstaða til spurningarinnar. Fjórir þeirra sex sem hlutu dóm í málinu eru enn á lífi; Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Viðarsson. Þau fengu öll sent bréf af þessu tagi 29. maí síðastliðinn. Hinir tveir, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í bréfinu eru fjórmenningarnir í fyrsta lagi spurðir hvort þeir hafi í hyggju að leggja sjálfir fram beiðni um endurupptöku málsins. Hins vegar eru þeir spurðir, hyggist ekki gera það, hver afstaða þeirra sé til þess að ríkissaksóknari leggi fram slíka beiðni, yrði það niðurstaðan af skoðun embættisins á gögnum málsins. „Það var komið svar frá einum en veit ekki til þess að það hafi komið meira,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem er nú í sumarleyfi. „Fólk er greinilega eitthvað að hugsa þetta.“ Hún segir þetta eina svar ekki vera afdráttarlaust til eða frá. „Það er svona hvorki né. Viðkomandi er fyrst og fremst að velta fyrir sér gögnum.“Sigríður FriðjónsdóttirRíkissaksóknari hóf athugun á mögulegri endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í kjölfar þess að starfshópur innanríkisráðherra um málið skilaði skýrslu sinni í mars. Niðurstaða hópsins var að „veigamiklar ástæður“ væru fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að hafið væri yfir vafa að framburðir allra sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Sigríður segir það vera eðlilega stjórnsýslu að óska eftir afstöðu þeirra sem voru dæmdir í málinu áður en lengra verður haldið. „Það breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, en ég vildi samt vita hver þeirra hugur væri. Ef fólkið hefur engan áhuga á þessu þá ætlar ákæruvaldið ekki að stökkva til og gera eitthvað í óþökk dómfelldu.“
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira