Tífalt meira kvikasilfur í refum við sjó Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 10:00 Þessi rebbi býr á Hornbjargi. Helsta fæða refa á því svæði er sjófuglar og önnur fæða úr sjó. Mynd/Lucie Abolivier „Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“ Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
„Stöðva verður frekari kvikasilfursmengun í hafinu. Það eru ekki bara refir sem lifa á sjávarfangi heldur einnig mannfólkið.“ Þetta segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Melrakkaseturs. Rannsókn íslenskra og erlendra vísindamanna, sem Ester Rut tók þátt í, leiddi í ljós að refir sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs. Niðurstöðurnar verða kynntar á alþjóðlegri refaráðstefnu sem haldin verður á Núpi í Dýrafirði í haust. Þegar hefur verið greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í vefvísindaritinu PLOS ONE. „Það reyndist vera allt að tífalt meira magn af kvikasilfri í refum sem lifa við sjó, heldur en þeim sem lifa inni í landi. Refir eru ekki langlífir. Þeir elstu sem við höfum greint voru 11 ára en 80 prósent þeirra sem við rannsökuðum voru á fyrsta ári. Maður átti ekki von á svona miklu magni í svona skammlífum dýrum. Þetta eru sláandi niðurstöður,“ segir Ester Rut.Ester Rut Unnsteinsdóttir fræðir börn um refi og lifnaðarhætti þeirra.Mynd/melrakkaseturHún segir ekki alveg vitað hvaða áhrif kvikasilfrið hefur á lífsafkomu dýranna en grunur leiki á að rekja megi heilsuleysi refa á Mednyi-eyjaklasanum milli Rússlands og Alaska til kvikasilfursmengunar. „Feldurinn á refum þar er ljótur og lífslíkur litlar en refir þar geta ekki leitað sér að fæðu inn til landsins. Stór hluti stofnsins þar er með þessi einkenni. Verið er að skoða hvort finna megi fleiri einkenni sjúkdóma úr sýnunum sem tekin voru þar.“ Að sögn Esterar Rutar er útlit refa við sjávarsíðuna hér ekki eins og á Mednyi-eyjum. „Við fáum hins vegar alltaf öðru hverju svokölluð snoðdýr, það er að segja hárlausa eða hárlitla refi, til skoðunar. Það hefur verið talið að um sveppasýkingu sé að ræða en ég hef áhuga á að rannsaka hvort hárleysið geti stafað af kvikasilfursmengun. Við höfum hins vegar ekki fengið nógu marga slíka refi til þess að niðurstöðurnar verði marktækar.“ Hingað til hafa menn aðallega skoðað hvaða áhrif kvikasilfursmengun hefur á lífsafkomu sjófugla, að því er forstöðumaður Melrakkaseturs greinir frá. „Áhugavert væri að skoða hvort kvikasilfursmengun hafi áhrif á eggjaskurn sjófuglanna og tímgunarárangur þeirra. Sjófuglar geta náð háum aldri og safnað upp kvikasilfri. Þess vegna er það umhugsunarefni hvort neysla á þeim geti líka verið hættuleg mönnum. Vitað er að sjávarspendýr safna líka í sig kvikasilfri.“
Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira