Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld Einar Karl Friðriksson skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun