Mæta brosandi í musteri gleðinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Mynd/Vilhelm „Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Sjá meira
„Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Sjá meira