Samrýmdar frænkur reka saman vefverslun Ásgerður Ottesen skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Frænkurnar Elma Dögg og Inga Dóra reka netverslun ásamt Ástrósu sem vantar á myndina. Systurnar Elma Dögg og Ástrós Steingrímsdætur og frænka þeirra, Inga Dóra Guðmundsdóttir, ákváðu að opna netverslun þar sem Ástrós, sem hannar skartgripi, vantaði fastan stað til þess að selja hönnun sína.„Ástrós, sem var þá í Menntaskólanum við Hamrahlíð, var að hanna skartgripi sem hún seldi á mörkuðum hér og þar. Það gekk svo vel hjá henni að við ákváðum að það væri kannski sniðugt að opna netverslun,“ segir Inga Dóra, einn þriggja eigenda netverslunarinnar Dusted.is „Við vorum búnar að velta þessu fyrir okkur í smá tíma en þegar ég fór svo í fæðingarorlof fóru hlutirnir að rúlla. Þá hafði ég mikinn frítíma og tók að mér að setja upp netverslunina.“ Elma Dögg bjó á sínum tíma í Barcelona og var komin með góð sambönd við flotta hönnuði. Frænkurnar ákváðu því að sameina krafta sína og Dusted.is varð að veruleika. „Okkur finnst svo mikið til af ungum og efnilegum hönnuðum og það var því kjörið tækifæri að bjóða öðrum að kaupa það sem við elskum,“ segir Inga Dóra. Stöllurnar selja hönnunarflíkur frá íslenskum og erlendum hönnuðum í bland við notuð föt. Fötin eru mörg hver „unisex“, eða ætluð báðum kynjum, og hafa strákar verið spenntir fyrir vörunum. Aðspurð segir Inga Dóra að fötin sé mörg hver dálítið öðruvísi, sem er spennandi viðbót í fataflóruna á Íslandi. „Við erum alltaf á höttunum eftir ungum og upprennandi hönnuðum til þess að selja vörur hjá okkur en þær verða að sjálfsögðu að passa við ímynd Dusted.is,“ segir Inga Dóra að lokum. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Systurnar Elma Dögg og Ástrós Steingrímsdætur og frænka þeirra, Inga Dóra Guðmundsdóttir, ákváðu að opna netverslun þar sem Ástrós, sem hannar skartgripi, vantaði fastan stað til þess að selja hönnun sína.„Ástrós, sem var þá í Menntaskólanum við Hamrahlíð, var að hanna skartgripi sem hún seldi á mörkuðum hér og þar. Það gekk svo vel hjá henni að við ákváðum að það væri kannski sniðugt að opna netverslun,“ segir Inga Dóra, einn þriggja eigenda netverslunarinnar Dusted.is „Við vorum búnar að velta þessu fyrir okkur í smá tíma en þegar ég fór svo í fæðingarorlof fóru hlutirnir að rúlla. Þá hafði ég mikinn frítíma og tók að mér að setja upp netverslunina.“ Elma Dögg bjó á sínum tíma í Barcelona og var komin með góð sambönd við flotta hönnuði. Frænkurnar ákváðu því að sameina krafta sína og Dusted.is varð að veruleika. „Okkur finnst svo mikið til af ungum og efnilegum hönnuðum og það var því kjörið tækifæri að bjóða öðrum að kaupa það sem við elskum,“ segir Inga Dóra. Stöllurnar selja hönnunarflíkur frá íslenskum og erlendum hönnuðum í bland við notuð föt. Fötin eru mörg hver „unisex“, eða ætluð báðum kynjum, og hafa strákar verið spenntir fyrir vörunum. Aðspurð segir Inga Dóra að fötin sé mörg hver dálítið öðruvísi, sem er spennandi viðbót í fataflóruna á Íslandi. „Við erum alltaf á höttunum eftir ungum og upprennandi hönnuðum til þess að selja vörur hjá okkur en þær verða að sjálfsögðu að passa við ímynd Dusted.is,“ segir Inga Dóra að lokum.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira