Innlent

Þjóðkirkjuprestar á bak við Hátíð vonar

María Ágústsdóttir
María Ágústsdóttir
Tveir prestar í Þjóðkirkjunni taka þátt í að bjóða hinum umdeilda Franklin Graham á Hátíð vonar. Graham verður aðalræðumaður hátíðarinnar en hann er þekktur fyrir umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum.

„Það var aldrei ætlunin að særa neinn,“ segir séra María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, en hún situr í nefnd sem fer fyrir hinum svokallaða Friðrikskapelluhópi, sem stendur fyrir heimsókn hins umdeilda predikara.

Séra Kjartan Jónsson, sóknarprestur Ástjarnarkirkju, er einnig í hópnum.

„Markmiðið er að boða trú og von,“ segir María. „Hér er hann kominn til að vera ræðumaður á þessum samkomum og boðar þar sátt og fyrirgefningu. Það ætla ég að vona – og tryggja.“



Hún segir erfitt að svona umræða fari í gang um hátíðina, sérstaklega í ljósi Hinsegin daga. En þeir ná hápunkti sínum í dag þegar tugir þúsunda taka þátt í gleðigöngunni.

Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, segir að starf prestanna tveggja með Friðrikskapelluhópnum sé ekki á vegum Þjóðkirkjunnar

Þjóðkirkjan sem slík kemur ekki að Hátíð vonar að öðru leyti en að Agnes M. Sigurðardóttir biskup verður meðal ræðumanna. Hún sagði í samtali við Stöð 2 í kvöld að hún íhugaði að hætta við að halda ræðu á hátíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×