Segir ráðherrann spilla friði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. ágúst 2013 08:00 Dynkur. Formaður Landverndar býður Ragnheiði Elínu í fossaferð svo hún sjái Dynk og aðra fossa sem framkvæmdirnar myndu eyðileggja. Ragnheiður Kristjónsdóttir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að færa Norðlingaöldu úr verndunarflokki í virkjunarflokk. Fyrir helgi heimsótti Ragnheiður Elín Þjórsárver ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og segist eftir ferðina sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn, þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir,“ segir hún. Svandís segir þessi áform ráðherrans hins vegar á skjön við lög og þá sátt sem Alþingi hafi komið sér saman um. „Hún talar um það að þetta snúist um einhvers konar sátt en sáttin liggur nú þegar fyrir, þingið er búið að koma sér saman um hana. Það sem Ragnheiður Elín er að gera er að efna til ófriðar,“ segir Svandís. „Norðlingaalda er í verndarflokki og það gildir einu hvað Ragnheiði Elínu finnst um það,“ segir Svandís enn fremur og bætir við að samkvæmt lögum beri Umhverfisstofnun að hefja friðlýsingaferli allra virkjanahugmynda sem séu í verndarflokki. „Það vekur áhyggjur ef framkvæmdarvaldið virðir lagabókstafinn svo lítils að ráðherra telur sig geta í samvinnu við virkjunaraðila tekið virkjunarhugmynd úr verndarflokki og skellt henni í nýtingarflokk.“ Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, er með tilboð handa ráðherranum. „Þetta hefur greinilega verið árangursrík ferð en eflaust voru ekki öll sjónarmið með í henni,“ segir hann. „Þannig að við bjóðum ráðherranum nú formlega í fossaferð svo hún geti séð Dynk, Kjálkaversfoss og Gljúfurleitarfoss sem allir hyrfu ef þessar hugmyndir gengu eftir. Í raun gefur Dynkur Gullfossi ekkert eftir svo ef menn vilja dreifa umferð ferðamanna þá er lítið mál að gera samgöngur í stakk búnar til að bera strauminn að Dynki. Það væri betri kostur en virkjun.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra efna til ófriðar með yfirlýsingum sínum um að færa Norðlingaöldu úr verndunarflokki í virkjunarflokk. Fyrir helgi heimsótti Ragnheiður Elín Þjórsárver ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og segist eftir ferðina sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn, þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir,“ segir hún. Svandís segir þessi áform ráðherrans hins vegar á skjön við lög og þá sátt sem Alþingi hafi komið sér saman um. „Hún talar um það að þetta snúist um einhvers konar sátt en sáttin liggur nú þegar fyrir, þingið er búið að koma sér saman um hana. Það sem Ragnheiður Elín er að gera er að efna til ófriðar,“ segir Svandís. „Norðlingaalda er í verndarflokki og það gildir einu hvað Ragnheiði Elínu finnst um það,“ segir Svandís enn fremur og bætir við að samkvæmt lögum beri Umhverfisstofnun að hefja friðlýsingaferli allra virkjanahugmynda sem séu í verndarflokki. „Það vekur áhyggjur ef framkvæmdarvaldið virðir lagabókstafinn svo lítils að ráðherra telur sig geta í samvinnu við virkjunaraðila tekið virkjunarhugmynd úr verndarflokki og skellt henni í nýtingarflokk.“ Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, er með tilboð handa ráðherranum. „Þetta hefur greinilega verið árangursrík ferð en eflaust voru ekki öll sjónarmið með í henni,“ segir hann. „Þannig að við bjóðum ráðherranum nú formlega í fossaferð svo hún geti séð Dynk, Kjálkaversfoss og Gljúfurleitarfoss sem allir hyrfu ef þessar hugmyndir gengu eftir. Í raun gefur Dynkur Gullfossi ekkert eftir svo ef menn vilja dreifa umferð ferðamanna þá er lítið mál að gera samgöngur í stakk búnar til að bera strauminn að Dynki. Það væri betri kostur en virkjun.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Sjá meira