Höfundarréttur.net Jón Þór Ólafsson skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Til að tryggja að höfundar gætu einir hagnast á eigin verkum voru fyrr á öldum sett afritunarákvæði í höfundalögin. Höfundar fengu tímabundið einkaleyfi til að afrita verk sín. Í dag þurfum við að finna aðrar leiðir til að tryggja að höfundar einir geti hagnast á eigin verkum, því að til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið. Þeim fer fjölgandi sem skilja þetta og vilja ekki fórna friðhelgi einkalífs síns eða upplýsingafrelsi á internetinu fyrir afritunarákvæðið sem er úrelt leið til að tryggja að höfundar geti einir hagnast á eigin verkum. Við þurfum ný höfundarréttarákvæði til þess. Píratar um allan heim leggja til að höfundalögin verði endurskoðuð þannig að höfundarrétthöfum sé tryggt tímabundið einkaleyfi til að hagnast á verkum sínum án þess þó að fá einkaleyfi á að fjölfalda efnið. Það þýðir að fólki verði frjálst að deila efni sín á milli til einkanota en höfundurinn hefur einkaleyfi á því að hagnast á annarri notkun þess. Ný viðskiptalíkön hafa sýnt og sannað að slíkur hagnaður á sér stað þótt efnið sé samtímis aðgengilegt án endurgjalds á internetinu.Ný viðskiptalíkön á internetinu Internetið skapar mikil tækifæri fyrir höfundarrétthafa. Þetta á sérstaklega við um þá sem nýta sér nýju tæknina. Þannig hefur það alltaf verið. Stjórnendur Amazon.com borguðu ekki út arð í áraraðir heldur settu þeir allan hagnað í að byggja upp notendavænt internetsölukerfi, m.a. á rafbókum sem eru í dag mikið keyptar og lítið deilt frítt á internetinu. Nexflix.com veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sínum kvikmyndum og þáttaröðum gegn 1.000 króna mánaðargjaldi, sem undirritaður greiðir glaður. Spotify.com gerir það sama með tónlist. Nýja tæknin er líka að brjóta upp fákeppnismarkaðinn við greiðslumiðlun sem mun gera listamönnum auðveldara að selja aðdáendum sínum „beint frá býli“. Vissulega verður listafólk og aðrir hugverkarétthafar fyrir óþægindum og oft skaða meðan nýju viðskiptalíkönin sem tryggja munu þeim tekjur í framtíðinni eru í mótun. Tæknibyltingar setja ríkjandi viðskiptahætti í uppnám samhliða því að skapa mikil tækifæri fyrir þá sem læra að nýta sér nýju tæknina. Aðstoðum því skapandi fólk við að finna og skapa nýjar leiðir til að koma verkum sínum í verð á netinu. Hjálpumst svo að við að endurskoða höfundalögin til að þau nái sínum upprunalega tilgangi sem er að tryggja höfundum tímabundið einkaleyfi á því að hagnast á eigin verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Til að tryggja að höfundar gætu einir hagnast á eigin verkum voru fyrr á öldum sett afritunarákvæði í höfundalögin. Höfundar fengu tímabundið einkaleyfi til að afrita verk sín. Í dag þurfum við að finna aðrar leiðir til að tryggja að höfundar einir geti hagnast á eigin verkum, því að til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið. Þeim fer fjölgandi sem skilja þetta og vilja ekki fórna friðhelgi einkalífs síns eða upplýsingafrelsi á internetinu fyrir afritunarákvæðið sem er úrelt leið til að tryggja að höfundar geti einir hagnast á eigin verkum. Við þurfum ný höfundarréttarákvæði til þess. Píratar um allan heim leggja til að höfundalögin verði endurskoðuð þannig að höfundarrétthöfum sé tryggt tímabundið einkaleyfi til að hagnast á verkum sínum án þess þó að fá einkaleyfi á að fjölfalda efnið. Það þýðir að fólki verði frjálst að deila efni sín á milli til einkanota en höfundurinn hefur einkaleyfi á því að hagnast á annarri notkun þess. Ný viðskiptalíkön hafa sýnt og sannað að slíkur hagnaður á sér stað þótt efnið sé samtímis aðgengilegt án endurgjalds á internetinu.Ný viðskiptalíkön á internetinu Internetið skapar mikil tækifæri fyrir höfundarrétthafa. Þetta á sérstaklega við um þá sem nýta sér nýju tæknina. Þannig hefur það alltaf verið. Stjórnendur Amazon.com borguðu ekki út arð í áraraðir heldur settu þeir allan hagnað í að byggja upp notendavænt internetsölukerfi, m.a. á rafbókum sem eru í dag mikið keyptar og lítið deilt frítt á internetinu. Nexflix.com veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sínum kvikmyndum og þáttaröðum gegn 1.000 króna mánaðargjaldi, sem undirritaður greiðir glaður. Spotify.com gerir það sama með tónlist. Nýja tæknin er líka að brjóta upp fákeppnismarkaðinn við greiðslumiðlun sem mun gera listamönnum auðveldara að selja aðdáendum sínum „beint frá býli“. Vissulega verður listafólk og aðrir hugverkarétthafar fyrir óþægindum og oft skaða meðan nýju viðskiptalíkönin sem tryggja munu þeim tekjur í framtíðinni eru í mótun. Tæknibyltingar setja ríkjandi viðskiptahætti í uppnám samhliða því að skapa mikil tækifæri fyrir þá sem læra að nýta sér nýju tæknina. Aðstoðum því skapandi fólk við að finna og skapa nýjar leiðir til að koma verkum sínum í verð á netinu. Hjálpumst svo að við að endurskoða höfundalögin til að þau nái sínum upprunalega tilgangi sem er að tryggja höfundum tímabundið einkaleyfi á því að hagnast á eigin verkum.
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar