Búinn að spila tvo metleiki í röð í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2013 06:30 Jón Arnór Stefánsson hitti meðal annars úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum.Fréttablaðið/Daníel Jón Arnór Stefánsson sýndi mátt sinn og megin á móti Búlgörum í Laugardalshöllinni en því miður dugði það ekki til sigurs. Lokaskot kappans rúllaði á hringnum. Hefði skotið farið ofan í körfuna hefði hann ekki aðeins tryggt íslenska liðinu framlengingu heldur einnig bætt stigamet landsliðsmanns í Höllinni. Það er enginn svikinn af því að mæta í Höllina þegar gullmolinn Jón Arnór Stefánsson er á svæðinu. Jón Arnór jafnaði stigametið í landsleik í Laugardalshöllinni í þessum leik en svo skemmtilega vill til að Jón setti metið sjálfur í síðasta leik sínum í Höllinni sem var á móti Svartfellingum fyrir ári síðan. „Jón Arnór Stefánsson átti eina mögnuðustu frammistöðu sem ég hef séð á körfuboltavelli með berum augum,“ skrifaði hinn margreyndi þjálfari Benedikt Guðmundsson á fésbókarsíðu sína eftir leik og ekki að ástæðulausu. „Frammistaða Jóns var suddaleg. Stig, fráköst og annað sem er nokkuð augljóst er bara brot af því sem hann gerði í kvöld. Krafturinn, viljinn, yfirferðin, einstaklingsvörnin, hjálparvörnin, staðsetningar og fleira undirstrikaði að hann er einn af okkar bestu íþróttamönnum allra tíma. Allt þetta hálf meiddur og ekki nálægt sínu besta formi,“ bætti Benedikt við. En stigin voru 32 talsins og Jón Arnór hefur því skorað 32 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í Laugardalshöllinni. Hann er nú í hópi með Teiti Örlygssyni yfir þá sem hafa oftast brotið 30 stiga múrinn í landsleik í Höllinni. Jón Arnór gerði samt betur en á móti Svartfjallalandi í fyrra þar sem hann hitti „bara“ úr 8 af 19 skotum sínum. Þá fékk hann 14 vítaskot (hitti úr 13) en í fyrrakvöld fékk þessi frábæri leikmaður lítið frá dómurum leiksins. Jón Arnór fékk aðeins tvö víti allan leikinn á móti Búlgörum en hann hitti úr 13 af 21 skoti sínu (62 prósent) í leiknum þar af fimm af sex fyrir utan þriggja stiga línuna. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest stig í einum landsleik í Laugardalshöllinni.Flest stig í leik í Laugardalshöllinni:32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Búlgaríu 13. ágúst 2013)32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Svartfjallalandi 8. september 2012)31 stig - Pálmar Sigurðsson (á móti Noregi 17. apríl 1986)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Írlandi 24. maí 1996)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Lúxemborg 22. maí 1996)29 stig - Logi Gunnarsson (á móti Slóveníu 29. nóvember 2000)28 stig - Pétur Guðmundsson (á móti Finnlandi 26. mars 1981)28 stig - Teitur Örlygsson (á móti Noregi 14. maí 1996) Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson sýndi mátt sinn og megin á móti Búlgörum í Laugardalshöllinni en því miður dugði það ekki til sigurs. Lokaskot kappans rúllaði á hringnum. Hefði skotið farið ofan í körfuna hefði hann ekki aðeins tryggt íslenska liðinu framlengingu heldur einnig bætt stigamet landsliðsmanns í Höllinni. Það er enginn svikinn af því að mæta í Höllina þegar gullmolinn Jón Arnór Stefánsson er á svæðinu. Jón Arnór jafnaði stigametið í landsleik í Laugardalshöllinni í þessum leik en svo skemmtilega vill til að Jón setti metið sjálfur í síðasta leik sínum í Höllinni sem var á móti Svartfellingum fyrir ári síðan. „Jón Arnór Stefánsson átti eina mögnuðustu frammistöðu sem ég hef séð á körfuboltavelli með berum augum,“ skrifaði hinn margreyndi þjálfari Benedikt Guðmundsson á fésbókarsíðu sína eftir leik og ekki að ástæðulausu. „Frammistaða Jóns var suddaleg. Stig, fráköst og annað sem er nokkuð augljóst er bara brot af því sem hann gerði í kvöld. Krafturinn, viljinn, yfirferðin, einstaklingsvörnin, hjálparvörnin, staðsetningar og fleira undirstrikaði að hann er einn af okkar bestu íþróttamönnum allra tíma. Allt þetta hálf meiddur og ekki nálægt sínu besta formi,“ bætti Benedikt við. En stigin voru 32 talsins og Jón Arnór hefur því skorað 32 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í Laugardalshöllinni. Hann er nú í hópi með Teiti Örlygssyni yfir þá sem hafa oftast brotið 30 stiga múrinn í landsleik í Höllinni. Jón Arnór gerði samt betur en á móti Svartfjallalandi í fyrra þar sem hann hitti „bara“ úr 8 af 19 skotum sínum. Þá fékk hann 14 vítaskot (hitti úr 13) en í fyrrakvöld fékk þessi frábæri leikmaður lítið frá dómurum leiksins. Jón Arnór fékk aðeins tvö víti allan leikinn á móti Búlgörum en hann hitti úr 13 af 21 skoti sínu (62 prósent) í leiknum þar af fimm af sex fyrir utan þriggja stiga línuna. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest stig í einum landsleik í Laugardalshöllinni.Flest stig í leik í Laugardalshöllinni:32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Búlgaríu 13. ágúst 2013)32 stig - Jón Arnór Stefánsson (á móti Svartfjallalandi 8. september 2012)31 stig - Pálmar Sigurðsson (á móti Noregi 17. apríl 1986)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Írlandi 24. maí 1996)31 stig - Teitur Örlygsson (á móti Lúxemborg 22. maí 1996)29 stig - Logi Gunnarsson (á móti Slóveníu 29. nóvember 2000)28 stig - Pétur Guðmundsson (á móti Finnlandi 26. mars 1981)28 stig - Teitur Örlygsson (á móti Noregi 14. maí 1996)
Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira