Kynþokkafull sundföt fyrir konur með línur Ása Ottesen skrifar 15. ágúst 2013 09:00 Hér má sjá módel í tankíní frá Kasy. MYND/EYDÍS BJÖRK „Mér fannst vanta vandaðan og kynþokkafullan sundfatnað fyrir konur í stærðum 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sundfatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, sem hannar sundföt fyrir konur með línur. „Ég var búin að vera atvinnulaus í meira en ár þegar ég fór að hugsa um hvað ég gæti farið að gera. Ofarlega í huga mér var elegant og vel sniðin sundföt fyrir konur í yfirstærð. Draumurinn var að eiga bikiní sem væri hægt að breyta í tankiní eða sundkjól eftir hentugleika,“ segir hún. Spurð segir Katrín að það hafi farið mikil og ströng vinna í undirbúning og að hún hafi aldrei efast um þetta yrði of erfitt.Katrín Sylvía hannar sýna fyrstu sundfatalínu sem nefnist Kasy.Fréttablaðið/gva„Ég kláraði diplómanám í frumkvöðlafræðum sem gaf mér kjarkinn sem þurfti til. Það tók tvö ár fyrir mig að finna framleiðendur en eftir það fór boltinn að rúlla.“ Katrín hannar allar flíkurnar sjálf en fékk klæðskera til þess að hjálpa sér við sniðin. Sundfatalínan Kasy fæst nú á þremur stöðum hérlendis og fljótlega á Kasyswim.com. Katrín fór með línuna á stærstu sundfatasýningu heims, sem nefnist Swim Show og er haldin í Miami. „Mér var tekið mjög vel á þessari sýningu, sérstaklega vegna þess hversu margnota sundfötin eru.“ „Þeim leist rosalega vel á þessa hönnun. Nú krossa ég bara fingur að einhver sýni mér áhuga á erlendum markaði. Svo er draumurinn að fá fjárfesta svo ég geti haldið áfram að stækka,“ segir Katrín Sylvía sundfatahönnuður að lokum. Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Mér fannst vanta vandaðan og kynþokkafullan sundfatnað fyrir konur í stærðum 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sundfatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, sem hannar sundföt fyrir konur með línur. „Ég var búin að vera atvinnulaus í meira en ár þegar ég fór að hugsa um hvað ég gæti farið að gera. Ofarlega í huga mér var elegant og vel sniðin sundföt fyrir konur í yfirstærð. Draumurinn var að eiga bikiní sem væri hægt að breyta í tankiní eða sundkjól eftir hentugleika,“ segir hún. Spurð segir Katrín að það hafi farið mikil og ströng vinna í undirbúning og að hún hafi aldrei efast um þetta yrði of erfitt.Katrín Sylvía hannar sýna fyrstu sundfatalínu sem nefnist Kasy.Fréttablaðið/gva„Ég kláraði diplómanám í frumkvöðlafræðum sem gaf mér kjarkinn sem þurfti til. Það tók tvö ár fyrir mig að finna framleiðendur en eftir það fór boltinn að rúlla.“ Katrín hannar allar flíkurnar sjálf en fékk klæðskera til þess að hjálpa sér við sniðin. Sundfatalínan Kasy fæst nú á þremur stöðum hérlendis og fljótlega á Kasyswim.com. Katrín fór með línuna á stærstu sundfatasýningu heims, sem nefnist Swim Show og er haldin í Miami. „Mér var tekið mjög vel á þessari sýningu, sérstaklega vegna þess hversu margnota sundfötin eru.“ „Þeim leist rosalega vel á þessa hönnun. Nú krossa ég bara fingur að einhver sýni mér áhuga á erlendum markaði. Svo er draumurinn að fá fjárfesta svo ég geti haldið áfram að stækka,“ segir Katrín Sylvía sundfatahönnuður að lokum.
Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira