Eyjarnar skjóta gjarnan rótum í hugum fólks Kjartan Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2013 12:00 Edda Andrésdóttir segist afar stolt af tengslum sínum við Vestmannaeyjar, en þar fæddist móðir hennar. Fréttablaðið/Gva „Þessi hugmynd hafði gerjast með mér lengi, en fékk byr undir báða vængi þegar mér var boðið á fundi hjá Vestmannaeyingum í Reykjavík. Þar talaði ég um gömlu Kirkjubæina, sem voru fáein hús austast á Heimaey og fóru fyrst allra undir hraun. Þar hafði móðuramma mín búið ásamt fólki sínu í meira en hálfa öld, þegar jörðin rifnaði næstum við bæjardyr þessara húsa. Ég fékk einhvern kjark til að ráðast til atlögu við skrifin þegar ég kom af þessum fundum,“ segir rithöfundurinn og fréttamaðurinn Edda Andrésdóttir, sem í haust sendir frá sér bókina Til Eyja. Í bókinni vitjar Edda liðinna tíma í Vestmannaeyjum, þegar hún dvaldi þar sem barn á sumrin hjá ömmu sinni og móðurfjölskyldu og einnig sem ungur blaðamaður sem fylgdist með fjölmörgum húsum verða hrauni, ösku eða eldi að bráð í Heimaeyjargosinu 1973. Edda segir dvölina í Eyjum hafa haft mikil áhrif á líf sitt, en hún eyddi fyrstu sautján sumrum sínum þar og vann meðal annars í fiski, sem mjólkurpóstur og kúasmali. „Ég beið eftir því allan veturinn að komast til Eyja í sveitalífið og fór svo að kvíða fyrir því upp úr Þjóðhátíð að þurfa að fara þaðan,“ útskýrir hún og hlær. „Í huganum voru gömlu Kirkjubæirnir miðja heimsins. Mér fannst að þeir yrðu alltaf þarna og ég gæti alltaf snúið aftur. Þar af leiðandi hafði það mjög mikil áhrif að koma þangað, nýorðin blaðamaður, á fyrstu stundum gossins og sjá þá hverfa af yfirborði jarðar ásamt fjöldanum öllum af húsum í Eyjum.“ Edda segist þó ekki þora að fara alla leið þegar uppruni hennar berst í tal. „Mamma er fædd í Eyjum og þar af leiðandi segist ég full af auðmýkt vera hálfur Vestmannaeyingur þegar ég er spurð. Ég er afar stolt af þessum uppruna. Eyjarnar eru svo sérstakar og ég þarf ekki að segja neinum það sem þangað hefur komið. Þær skjóta gjarnan rótum í hugum fólks.“ segir hún. Til Eyja er fjórða bók Eddu, en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Á Gljúfrasteini, sem var viðtalsbók við Auði Sveinsdóttur Laxness, samtalsbókin Auður Eir – Sólin kemur alltaf upp á ný og Í öðru landi. Höfundurinn segir lesendur væntanlegrar Eyjabókar mega búast við frásögn af lífi sem var og hvarf og er nú djúpt undir hrauni. „Ég segi frá sumrum í lífi og fjöri Eyjanna á sjötta og sjöunda áratugnum í bland við áföll, missi og sorg. Ég vef það saman við dvölina í Eyjum veturinn 1973, þegar allt þetta hvarf af yfirborði jarðar,“ segir Edda að lokum. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Þessi hugmynd hafði gerjast með mér lengi, en fékk byr undir báða vængi þegar mér var boðið á fundi hjá Vestmannaeyingum í Reykjavík. Þar talaði ég um gömlu Kirkjubæina, sem voru fáein hús austast á Heimaey og fóru fyrst allra undir hraun. Þar hafði móðuramma mín búið ásamt fólki sínu í meira en hálfa öld, þegar jörðin rifnaði næstum við bæjardyr þessara húsa. Ég fékk einhvern kjark til að ráðast til atlögu við skrifin þegar ég kom af þessum fundum,“ segir rithöfundurinn og fréttamaðurinn Edda Andrésdóttir, sem í haust sendir frá sér bókina Til Eyja. Í bókinni vitjar Edda liðinna tíma í Vestmannaeyjum, þegar hún dvaldi þar sem barn á sumrin hjá ömmu sinni og móðurfjölskyldu og einnig sem ungur blaðamaður sem fylgdist með fjölmörgum húsum verða hrauni, ösku eða eldi að bráð í Heimaeyjargosinu 1973. Edda segir dvölina í Eyjum hafa haft mikil áhrif á líf sitt, en hún eyddi fyrstu sautján sumrum sínum þar og vann meðal annars í fiski, sem mjólkurpóstur og kúasmali. „Ég beið eftir því allan veturinn að komast til Eyja í sveitalífið og fór svo að kvíða fyrir því upp úr Þjóðhátíð að þurfa að fara þaðan,“ útskýrir hún og hlær. „Í huganum voru gömlu Kirkjubæirnir miðja heimsins. Mér fannst að þeir yrðu alltaf þarna og ég gæti alltaf snúið aftur. Þar af leiðandi hafði það mjög mikil áhrif að koma þangað, nýorðin blaðamaður, á fyrstu stundum gossins og sjá þá hverfa af yfirborði jarðar ásamt fjöldanum öllum af húsum í Eyjum.“ Edda segist þó ekki þora að fara alla leið þegar uppruni hennar berst í tal. „Mamma er fædd í Eyjum og þar af leiðandi segist ég full af auðmýkt vera hálfur Vestmannaeyingur þegar ég er spurð. Ég er afar stolt af þessum uppruna. Eyjarnar eru svo sérstakar og ég þarf ekki að segja neinum það sem þangað hefur komið. Þær skjóta gjarnan rótum í hugum fólks.“ segir hún. Til Eyja er fjórða bók Eddu, en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Á Gljúfrasteini, sem var viðtalsbók við Auði Sveinsdóttur Laxness, samtalsbókin Auður Eir – Sólin kemur alltaf upp á ný og Í öðru landi. Höfundurinn segir lesendur væntanlegrar Eyjabókar mega búast við frásögn af lífi sem var og hvarf og er nú djúpt undir hrauni. „Ég segi frá sumrum í lífi og fjöri Eyjanna á sjötta og sjöunda áratugnum í bland við áföll, missi og sorg. Ég vef það saman við dvölina í Eyjum veturinn 1973, þegar allt þetta hvarf af yfirborði jarðar,“ segir Edda að lokum.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira