Grátandi barn rifið upp á handleggnum og rassskellt Valur Grettisson skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Ungbarnaleikskólinn 101 á Bræðraborgarstíg. Fréttablaðið/GVA Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. Barnavernd Reykjavíkur hefur vísað málefni ungbarnaleikskólans 101 á Bræðraborgarstíg til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum. Eins og fram hefur komið þá tóku sumarstarfsmenn upp myndbönd af meintu ofbeldi en þau bárust Barnavernd Reykjavíkur fyrst á fimmtudaginn.Foreldrar í áfalli eftir myndband Í gær voru foreldrar barns, sem var beitt ofbeldi, kallaðir á fund barnaverndar. Þar fengu þau að sjá myndband sem varðaði þeirra barn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má sjá á myndbandinu þar sem kennari í skólanum kemur að ungabarni þar sem það liggur grátandi. Kennarinn á svo að hafa rifið barnið harkalega upp á handleggnum og flengt það. Mun foreldrunum hafa verið verulega brugðið eftir að hafa séð myndskeiðið.Hulda Linda Stefánsdóttir leikskólastjóri. Kennararnir, sem liggja undir grun, eru báðir konur. Önnur er á fimmtugsaldri og hefur starfað hjá leikskólanum síðan árið 2008, meðal annars sem aðstoðarleikskólastjóri. Sú er menntuð í uppeldisfræðum. Hin konan er rúmlega fimmtug. Hún hefur starfað á leikskólanum frá árinu 2012 og er ófaglærð. Henni er gefið að sök að hafa beitt barnið ofbeldinu sem finna mátti á myndskeiðinu sem foreldrar fengu að sjá í gær.Óþekk börn í myrkrakompu Þá eru einnig uppi ásakanir um að börn hafi verið læst inni í myrkvaðri geymslu þar sem þau áttu að hafa verið óþekk. Eins hafa komið fram ásakanir um að kennararnir hafi haldið mat frá börnum sem eiga að hafa sýnt einhvers konar agavandamál. Skólastjóri leikskólans, Hulda Linda Stefánsdóttir, vísaði fréttamanni á lögfræðing sinn þegar haft var samband við hana vegna málsins í gær. Í yfirlýsingu sem Hulda sendi síðdegis í gær sagði hún orðrétt: „Ég ítreka að ég hef ekki séð myndböndin sjálf, en sýni þau óviðeigandi framkomu við börn þá er það auðvitað á ábyrgð mína sem leikskólastjóri og ég mun ekki víkjast undan henni.“ Eins kemur fram í tilkynningunni að leikskólinn verði áfram lokaður. Ekki náðist í kennarana sem eru ásakaðir um ofbeldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Í samtali við foreldra á leikskólanum kom fram að þeir væru enn að reyna að átta sig á aðstæðum og væru slegnir. Þá sögðu þeir að upplýsingagjöf hefði verið verulega ábótavant. Boðað er til fundar með foreldrum í næstu viku. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. Barnavernd Reykjavíkur hefur vísað málefni ungbarnaleikskólans 101 á Bræðraborgarstíg til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum. Eins og fram hefur komið þá tóku sumarstarfsmenn upp myndbönd af meintu ofbeldi en þau bárust Barnavernd Reykjavíkur fyrst á fimmtudaginn.Foreldrar í áfalli eftir myndband Í gær voru foreldrar barns, sem var beitt ofbeldi, kallaðir á fund barnaverndar. Þar fengu þau að sjá myndband sem varðaði þeirra barn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má sjá á myndbandinu þar sem kennari í skólanum kemur að ungabarni þar sem það liggur grátandi. Kennarinn á svo að hafa rifið barnið harkalega upp á handleggnum og flengt það. Mun foreldrunum hafa verið verulega brugðið eftir að hafa séð myndskeiðið.Hulda Linda Stefánsdóttir leikskólastjóri. Kennararnir, sem liggja undir grun, eru báðir konur. Önnur er á fimmtugsaldri og hefur starfað hjá leikskólanum síðan árið 2008, meðal annars sem aðstoðarleikskólastjóri. Sú er menntuð í uppeldisfræðum. Hin konan er rúmlega fimmtug. Hún hefur starfað á leikskólanum frá árinu 2012 og er ófaglærð. Henni er gefið að sök að hafa beitt barnið ofbeldinu sem finna mátti á myndskeiðinu sem foreldrar fengu að sjá í gær.Óþekk börn í myrkrakompu Þá eru einnig uppi ásakanir um að börn hafi verið læst inni í myrkvaðri geymslu þar sem þau áttu að hafa verið óþekk. Eins hafa komið fram ásakanir um að kennararnir hafi haldið mat frá börnum sem eiga að hafa sýnt einhvers konar agavandamál. Skólastjóri leikskólans, Hulda Linda Stefánsdóttir, vísaði fréttamanni á lögfræðing sinn þegar haft var samband við hana vegna málsins í gær. Í yfirlýsingu sem Hulda sendi síðdegis í gær sagði hún orðrétt: „Ég ítreka að ég hef ekki séð myndböndin sjálf, en sýni þau óviðeigandi framkomu við börn þá er það auðvitað á ábyrgð mína sem leikskólastjóri og ég mun ekki víkjast undan henni.“ Eins kemur fram í tilkynningunni að leikskólinn verði áfram lokaður. Ekki náðist í kennarana sem eru ásakaðir um ofbeldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Í samtali við foreldra á leikskólanum kom fram að þeir væru enn að reyna að átta sig á aðstæðum og væru slegnir. Þá sögðu þeir að upplýsingagjöf hefði verið verulega ábótavant. Boðað er til fundar með foreldrum í næstu viku.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira