Undirbúa alþjóðlegt uppboð á æðardúni á Íslandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Æðardúnsútflytjandinn Jón Sveinsson segir gamaldags hugsunarhátt valda því að Íslendingar missa af miklum tækifærum og fé við æðardúnssölu. Fréttablaðið/Jón Sigurður Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra. Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira
Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra.
Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira