Sigmundur Davíð hitti Obama - "Hann er mjög viðkunnanlegur“ Boði Logason skrifar 5. september 2013 07:00 Sigmundur Davíð, lengsti til hægri, ásamt leiðtogum hinna Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. Þar var fundað með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Mynd/AP Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira