Innlent

Endurskoðun daggæslumála hafin

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Endurskoðun á umsjón með daggæslu barna í heimahúsum er hafin.
Endurskoðun á umsjón með daggæslu barna í heimahúsum er hafin.
 Fullur vilji er hjá velferðarráðuneytinu að umsjón með daggæslu barna í heimahúsum fari yfir til menntamálaráðuneytisins, að sögn Ingibjargar Broddadóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu.

Greint var frá því í Fréttablaðinu í fyrradag að yfir 300 ungbörn væru ekki í skráðri dagvistun hjá Reykjavíkurborg.













Ingibjörg Broddadóttir
„Þetta er alvarlega til skoðunar hér og endurskoðun á þessu er hafin. Jafnframt verður sameiginlegur fundur ráðuneytanna tveggja um þetta málefni innan skamms í menntamálaráðuneytinu,“ segir Ingibjörg Broddadóttir.

Hún tekur það fram að ríkið hafi yfirumsjón með daggæslu barna í heimahúsum en sveitarfélögin veiti dagforeldrum starfsleyfi og beri ábyrgð á að höfð sé umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra. „Um 2.000 börn voru árið 2011 í skráðri dagvist á einkaheimilum  á landinu öllu, þar af voru um 1.700 undir tveggja ára aldri.“

Haft var eftir Sóleyju Tómasdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, að gera þyrfti áætlun um að yngja upp í leikskólunum. Hún kvaðst hafa á síðasta ári lagt fram tillögu þess efnis að borgarstjórinn ræddi við menntamálaráðherra um að brúa bilið frá fæðingarorlofi fram að leikskólaaldri.

Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir dagskrá væntanlegs fundar ráðuneytanna ekki ákveðna. „Það sem verður til umræðu eru verkefni sem skarast á milli ráðuneyta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×