Annþór og Börkur treysta ekki íslenskum matsmönnum 10. september 2013 07:00 Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma fyrir hrottalegar líkamsárásir. Þeir hafa áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Þar hefur málið ekki verið tekið fyrir.Fréttablaðið/anton Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí í fyrra með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Við síðustu fyrirtöku málsins lögðu verjendurnir fram þríþætta kröfu: Í fyrsta lagi vilja þeir fá aðgang að öllum málsskjölum, líka þeim sem lögregla telur að hafi ekki þýðingu í málinu. Í öðru lagi krefjast þeir þess að þýskur réttarmeinafræðingur sem þeir hafa sett sig í samband við vinni endurmat á niðurstöðum Þóru Steffensen, íslensks réttarmeinafræðings sem er búsettur í Bandaríkjunum. Hún var fengin að málinu til að skerpa á niðurstöðum annars þýsks réttarmeinafræðings sem fyrstur rannsakaði lík Sigurðar. Í þriðja lagi krefjast þeir að erlendur sálfræðingur verði fenginn til að vinna svokallað yfirmat á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar, sem rýndu í atferli og samskipti fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. „Við verjendurnir teljum að það sé ekki hægt að tryggja hundrað prósent hlutleysi innlendra sérfræðinga og því sé algjörlega nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að gera matsskýrslur sem á að byggja á í málinu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs. Svo illa þokkaðir séu sakborningarnir í íslensku samfélagi. „Þeir eru það vel þekktir á Íslandi og hafa nú ekki almenningsálitið með sér, blessaðir.“ Með þessu séu þeir ekki að draga fagmennsku íslensku sérfræðinganna í efa. „En okkur þykir tryggilegra að þarna komi að erlendir aðilar sem hafi ekki grænan grun um þá sem slíka.“ Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson mun í dag taka afstöðu til krafnanna. Mál Annþórs og Barkar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí í fyrra með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Við síðustu fyrirtöku málsins lögðu verjendurnir fram þríþætta kröfu: Í fyrsta lagi vilja þeir fá aðgang að öllum málsskjölum, líka þeim sem lögregla telur að hafi ekki þýðingu í málinu. Í öðru lagi krefjast þeir þess að þýskur réttarmeinafræðingur sem þeir hafa sett sig í samband við vinni endurmat á niðurstöðum Þóru Steffensen, íslensks réttarmeinafræðings sem er búsettur í Bandaríkjunum. Hún var fengin að málinu til að skerpa á niðurstöðum annars þýsks réttarmeinafræðings sem fyrstur rannsakaði lík Sigurðar. Í þriðja lagi krefjast þeir að erlendur sálfræðingur verði fenginn til að vinna svokallað yfirmat á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar, sem rýndu í atferli og samskipti fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. „Við verjendurnir teljum að það sé ekki hægt að tryggja hundrað prósent hlutleysi innlendra sérfræðinga og því sé algjörlega nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að gera matsskýrslur sem á að byggja á í málinu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs. Svo illa þokkaðir séu sakborningarnir í íslensku samfélagi. „Þeir eru það vel þekktir á Íslandi og hafa nú ekki almenningsálitið með sér, blessaðir.“ Með þessu séu þeir ekki að draga fagmennsku íslensku sérfræðinganna í efa. „En okkur þykir tryggilegra að þarna komi að erlendir aðilar sem hafi ekki grænan grun um þá sem slíka.“ Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson mun í dag taka afstöðu til krafnanna.
Mál Annþórs og Barkar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira