Flóttafólk og aðrir hælisleitendur Toshiki Toma skrifar 12. september 2013 06:00 Ríkisstjórnin er búin að samþykkja tillögu um móttöku flóttamanna næstu tvö árin. Fréttir herma að konum sem eru í hættu í Afganistan og samkynhneigðum frá Íran eða Afganistan muni boðið nýtt líf hérlendis. Þetta er tvímælalaust góð ákvörðun hjá ríkistjórninni og gott framtak íslensku þjóðarinnar. Mig langar að fagna þessum fréttum og klappa fyrir fólkinu sem átt hefur frumkvæði að málinu. En stundum virðist mér sem „flóttafólk“ skiptist í tvennt: annars vegar eru „góðir flóttamenn“ sem ríkistjórnir bjóða til Íslands og hins vegar eru „vondir flóttamenn“ sem venjulega eru kallaðir „hælisleitendur“. Það virðist sem síðarnefndi hópurinn hafi á sér neikvæðara orð í samfélaginu. En flóttamenn, sem koma hingað gegnum kerfi Sameinuðu þjóðanna, og hælisleitendur, sem lenda á Íslandi, eru „flóttamenn“ sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt af illviðráðanlegum ástæðum. Þeir voru leiddir í annan veg af ástæðum eða örlögum sem þeir oftast réðu ekki við. Ég þekki nokkra hælisleitendur á Íslandi sem ég get kallað vini mína. Mig langar að nefna sérstaklega hælisleitendur sem eru búnir að eyða mörgum árum á Íslandi. Þeir verða að endurnýja tíma-og réttindabundið leyfi árlega og eru samt ekki enn þá í sjúkratryggingakerfinu, þar sem þeir mega ekki eiga lögheimili. Því hafa þeir ekki aðgang að velferðarþjónustunni. Tíu ár, átta ár eða sex ár eru fjöldi ára sem ég get nefnt núna. Samkynhneigð manneskja er líka á meðal þeirra sem og kona. Hvað ætlar ríkisstjórnin sér að gera fyrir þessa einstaklinga? Það hlýtur að vera einhver hindrun sem kemur í veg fyrir að niðurstaða komist í mál þessara einstaklinga en þeir segjast engu að síður ekki vita hver sú hindrun er. Konan í þessum hópi sagði við mig um daginn: „Margt flóttafólk sem kom til Íslands eftir komu mína er núna með dvalarleyfi. Í hreinskilni sagt verð ég þung í brjósti og döpur við þá staðreynd. Ég er hrædd um að ég verði skilin ein eftir,“ sagði hún og grét. Kæra fólk sem starfar í stjórnvaldsgeiranum. Mig langar til að vekja athygli ykkar á þessum hælisleitendum og biðja ykkur innilega um að sýna þeim mannlegan skilning eins og þið hafið sýnt við móttöku nýrra og væntanlegra flóttamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að samþykkja tillögu um móttöku flóttamanna næstu tvö árin. Fréttir herma að konum sem eru í hættu í Afganistan og samkynhneigðum frá Íran eða Afganistan muni boðið nýtt líf hérlendis. Þetta er tvímælalaust góð ákvörðun hjá ríkistjórninni og gott framtak íslensku þjóðarinnar. Mig langar að fagna þessum fréttum og klappa fyrir fólkinu sem átt hefur frumkvæði að málinu. En stundum virðist mér sem „flóttafólk“ skiptist í tvennt: annars vegar eru „góðir flóttamenn“ sem ríkistjórnir bjóða til Íslands og hins vegar eru „vondir flóttamenn“ sem venjulega eru kallaðir „hælisleitendur“. Það virðist sem síðarnefndi hópurinn hafi á sér neikvæðara orð í samfélaginu. En flóttamenn, sem koma hingað gegnum kerfi Sameinuðu þjóðanna, og hælisleitendur, sem lenda á Íslandi, eru „flóttamenn“ sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt af illviðráðanlegum ástæðum. Þeir voru leiddir í annan veg af ástæðum eða örlögum sem þeir oftast réðu ekki við. Ég þekki nokkra hælisleitendur á Íslandi sem ég get kallað vini mína. Mig langar að nefna sérstaklega hælisleitendur sem eru búnir að eyða mörgum árum á Íslandi. Þeir verða að endurnýja tíma-og réttindabundið leyfi árlega og eru samt ekki enn þá í sjúkratryggingakerfinu, þar sem þeir mega ekki eiga lögheimili. Því hafa þeir ekki aðgang að velferðarþjónustunni. Tíu ár, átta ár eða sex ár eru fjöldi ára sem ég get nefnt núna. Samkynhneigð manneskja er líka á meðal þeirra sem og kona. Hvað ætlar ríkisstjórnin sér að gera fyrir þessa einstaklinga? Það hlýtur að vera einhver hindrun sem kemur í veg fyrir að niðurstaða komist í mál þessara einstaklinga en þeir segjast engu að síður ekki vita hver sú hindrun er. Konan í þessum hópi sagði við mig um daginn: „Margt flóttafólk sem kom til Íslands eftir komu mína er núna með dvalarleyfi. Í hreinskilni sagt verð ég þung í brjósti og döpur við þá staðreynd. Ég er hrædd um að ég verði skilin ein eftir,“ sagði hún og grét. Kæra fólk sem starfar í stjórnvaldsgeiranum. Mig langar til að vekja athygli ykkar á þessum hælisleitendum og biðja ykkur innilega um að sýna þeim mannlegan skilning eins og þið hafið sýnt við móttöku nýrra og væntanlegra flóttamanna.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun