Innlent

Vilja konur í laus lögreglustörf

Elimar Hauksson skrifar
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Hvolsvelli, segir mikilvægt að laða konur í störf lögreglunnar á landsbyggðinni eins og annars staðar.
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Hvolsvelli, segir mikilvægt að laða konur í störf lögreglunnar á landsbyggðinni eins og annars staðar.
Lögreglustjórinn á Hvolsvelli auglýsir tvær stöður lausar til umsóknar frá 15. október næstkomandi en stöðurnar sem um ræðir eru með starfsstöð í Vík í Mýrdal.

Innanríkisráðuneytið og embættið á Hvolsvelli standa sameiginlega að kostnaði á bak við stöðurnar en það var niðurstaða fundar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra átti nýlega með embættinu um stöðu lögreglumála á Suðurlandi.

Stöðurnar sem um ræðir eru tímabundnar frá október til 14. janúar 2014 en í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglunnar og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Hvolsvelli, segir mikilvægt að laða konur í störf lögreglunnar á landsbyggðinni eins og annars staðar.

„Það hefur ekki verið mikið um að konur sæki um lausar stöður sem bjóðast hjá embættinu. Við viljum því nota tækifærið til að hvetja áhugasamar konur til að sækja um þessar stöður,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×