Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Haraldur Guðmundsson skrifar 19. september 2013 07:00 Reimar Sigurjónsson, bóndi í Finnafirði. Forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps héldu á þriðjudag fund með landeigendum í Finnafirði vegna áforma um mögulega uppbyggingu á stórskipahöfn í firðinum. Sveitarfélögin gengu fyrr í sumar til samstarfs við þýska fyrirtækið Bremenport sem hyggst fara í rannsóknir á svæðinu áður en ákvörðun um byggingu stórskipahafnarinnar verður tekin. Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli, einu jörðinni sem er í byggð í firðinum, lýsti óánægju sinni með áformin á fundinum. „Ég er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og tel að þær eigi eftir að eyðileggja fjörðinn. Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við þetta mál og þar á meðal eru hugsanleg mengunaráhrif. Þarna verður miklu fórnað fyrir lítið þegar fram líða stundir og við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta,“ segir Reimar. Hann bendir á að í aðalskipulagi Langanesbyggðar sé gert ráð fyrir stórskipahöfn í firðinum. „Skipulagið var um sex ár í vinnslu og á þeim langa tíma var aldrei haft beint samband við landeigendur á svæðinu.“ Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekki verði farið í umrædda rannsóknarvinnu nema að gefnu leyfi landeigenda. „Við munum leggja upp úr því að hafa mjög náið og gott samráð við landeigendur á þessu svæði,“ segir Ólafur og bætir því við að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í október næstkomandi. Bremenport ætlar að stofna fyrirtæki hér á landi á næstunni sem mun standa að rannsóknum og athugunum á svæðinu. Sú vinna mun að öllum líkindum fela í sér uppsetningu mælitækja á sjó og landi og umhverfis- og jarðtæknirannsóknum. Áætlað er að rannsóknarvinnan taki um þrjú ár. Fyrirtækið er á meðal stærstu rekstrar- og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu. Bremenport á meðal annars umskipunarhöfnina í þýsku borginni Bremerhaven, sem er næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps héldu á þriðjudag fund með landeigendum í Finnafirði vegna áforma um mögulega uppbyggingu á stórskipahöfn í firðinum. Sveitarfélögin gengu fyrr í sumar til samstarfs við þýska fyrirtækið Bremenport sem hyggst fara í rannsóknir á svæðinu áður en ákvörðun um byggingu stórskipahafnarinnar verður tekin. Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli, einu jörðinni sem er í byggð í firðinum, lýsti óánægju sinni með áformin á fundinum. „Ég er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og tel að þær eigi eftir að eyðileggja fjörðinn. Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við þetta mál og þar á meðal eru hugsanleg mengunaráhrif. Þarna verður miklu fórnað fyrir lítið þegar fram líða stundir og við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta,“ segir Reimar. Hann bendir á að í aðalskipulagi Langanesbyggðar sé gert ráð fyrir stórskipahöfn í firðinum. „Skipulagið var um sex ár í vinnslu og á þeim langa tíma var aldrei haft beint samband við landeigendur á svæðinu.“ Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekki verði farið í umrædda rannsóknarvinnu nema að gefnu leyfi landeigenda. „Við munum leggja upp úr því að hafa mjög náið og gott samráð við landeigendur á þessu svæði,“ segir Ólafur og bætir því við að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í október næstkomandi. Bremenport ætlar að stofna fyrirtæki hér á landi á næstunni sem mun standa að rannsóknum og athugunum á svæðinu. Sú vinna mun að öllum líkindum fela í sér uppsetningu mælitækja á sjó og landi og umhverfis- og jarðtæknirannsóknum. Áætlað er að rannsóknarvinnan taki um þrjú ár. Fyrirtækið er á meðal stærstu rekstrar- og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu. Bremenport á meðal annars umskipunarhöfnina í þýsku borginni Bremerhaven, sem er næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira