Ferðaþjónustan fær 1% af rannsóknafénu 23. september 2013 07:00 Sama er við hvern er talað, allir eru sammála um að rannsóknir á ferðaþjónustunni sárvanti. Fréttablaðið/vilhelm Ferðaþjónustan fær einn hundraðasta hluta af opinberu rannsóknafé atvinnuveganna. Árið 2007 runnu 70 milljónir til rannsókna í ferðaþjónustu, en þær eru rétt um 100 milljónir í dag. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, segir fjármagn sem rennur til rannsókna á ferðamálum ótrúlega lágt miðað við það sem rennur til rannsókna innan annarra atvinnugreina. „Eitthvað í kringum 1% af öllu því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum fer í ferðamálin. Þar sem greinin er orðin okkar helsta leið til gjaldeyrisöflunar skýtur þetta skökku við,“ segir Edward. Gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu hafa aukist mikið síðustu árin eins og kunnugt er, og voru árið 2012 alls 238 milljarðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Það gerir 23,5% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Tölur ársins 2013 verða enn hærri en fjölgun ferðamanna til landsins var 22% í lok ágúst. Í þingsályktunartillögu um stefnumörkun í ferðamálum frá 2011 kemur fram að til rannsókna í iðnaði árið 2007 fóru tæp 55% af heildarframlögum til atvinnuvegarannsókna. Til rannsókna í fiskiðnaði og landbúnaði runnu 34,9%. Alls voru rannsóknir í þessum greinum styrktar fyrir um 11,2 milljarða króna. Rannsóknir á orkuframleiðslu og dreifingu fengu 1,3 milljarða, eða tæp 10% af því rannsóknafé sem var í boði. Ferðaþjónustan fékk þetta ár um 70 milljónir en þær eru rétt um 100 milljónir í dag, að því er næst verður komist. Nýja greiningu á hlutföllum á milli atvinnuveganna er hins vegar ekki að finna.Edward H. HuijbensEdward segir að efling fagmennsku og þekkingar meðal þeirra sem starfa í ferðaþjónustu sé undirstaða arðsemi í greininni. „Gæði þjónustu munu skera úr um gæði upplifunar gesta og þannig orðspor landsins sem ferðamannalands.“ Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur gert þetta að umtalsefni, meðal annars á aðalfundi samtakanna í fyrra. Hann sagði að lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátæklegar grunnrannsóknir væru greininni hættulegar og í engu samhengi við þá áherslu sem lögð er á ferðaþjónustuna sem vaxtarbrodd í íslensku samfélagi. Hér má vísa til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group, sem kynnt var í Hörpu fyrir fáum dögum. Í skýrslunni er víða vitnað til mikilvægis rannsókna, og þá sem einnar undirstöðu þess að greinin vaxi og dafni eins og vonir standa til. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ferðaþjónustan fær einn hundraðasta hluta af opinberu rannsóknafé atvinnuveganna. Árið 2007 runnu 70 milljónir til rannsókna í ferðaþjónustu, en þær eru rétt um 100 milljónir í dag. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, segir fjármagn sem rennur til rannsókna á ferðamálum ótrúlega lágt miðað við það sem rennur til rannsókna innan annarra atvinnugreina. „Eitthvað í kringum 1% af öllu því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum fer í ferðamálin. Þar sem greinin er orðin okkar helsta leið til gjaldeyrisöflunar skýtur þetta skökku við,“ segir Edward. Gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu hafa aukist mikið síðustu árin eins og kunnugt er, og voru árið 2012 alls 238 milljarðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Það gerir 23,5% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Tölur ársins 2013 verða enn hærri en fjölgun ferðamanna til landsins var 22% í lok ágúst. Í þingsályktunartillögu um stefnumörkun í ferðamálum frá 2011 kemur fram að til rannsókna í iðnaði árið 2007 fóru tæp 55% af heildarframlögum til atvinnuvegarannsókna. Til rannsókna í fiskiðnaði og landbúnaði runnu 34,9%. Alls voru rannsóknir í þessum greinum styrktar fyrir um 11,2 milljarða króna. Rannsóknir á orkuframleiðslu og dreifingu fengu 1,3 milljarða, eða tæp 10% af því rannsóknafé sem var í boði. Ferðaþjónustan fékk þetta ár um 70 milljónir en þær eru rétt um 100 milljónir í dag, að því er næst verður komist. Nýja greiningu á hlutföllum á milli atvinnuveganna er hins vegar ekki að finna.Edward H. HuijbensEdward segir að efling fagmennsku og þekkingar meðal þeirra sem starfa í ferðaþjónustu sé undirstaða arðsemi í greininni. „Gæði þjónustu munu skera úr um gæði upplifunar gesta og þannig orðspor landsins sem ferðamannalands.“ Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur gert þetta að umtalsefni, meðal annars á aðalfundi samtakanna í fyrra. Hann sagði að lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátæklegar grunnrannsóknir væru greininni hættulegar og í engu samhengi við þá áherslu sem lögð er á ferðaþjónustuna sem vaxtarbrodd í íslensku samfélagi. Hér má vísa til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group, sem kynnt var í Hörpu fyrir fáum dögum. Í skýrslunni er víða vitnað til mikilvægis rannsókna, og þá sem einnar undirstöðu þess að greinin vaxi og dafni eins og vonir standa til.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira