Hanna þverslaufur í anda Kentucky-manna Sara McMahon skrifar 3. október 2013 07:00 Heiðdís Inga Hilmarsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir hönnuðu bleika þverslaufu handa karlmönnum. Slaufurnar eru seldar til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. „Heiðdís kom með hugmyndina um að hanna bleika slaufu handa karlmönnum í sumar. Við vorum með ákveðna slaufu í huga, fyrirmyndin kallast „Kentucky bow tie“, og svo útfærðum við slaufuna í sameiningu,“ segir Svandís Gunnarsdóttir. Hún og vinkona hennar, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, hönnuðu bleika þverslaufu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Heiðdís Inga hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið því hún hannaði herðatréð Herra Tré, til styrktar átakinu Mottumars sem fram fór fyrr á árinu. Herðatréð hannaði hún í minningu afa síns, Þóris Þórðarsonar, er lést fyrir ári síðan eftir erfið veikindi. „Hún seldi herðatré fyrir hálfa milljón og hana langaði að halda áfram að leggja málefninu lið. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum því það eru margir sem hafa glímt við krabbamein,“ segir Svandís. Þverslaufurnar eru handsaumaðar af vinkonunum og bera nafnið Bóthildur. „Nafnið var mikill hausverkur. Við vildum fá sterkt, íslenskt kvenmannsnafn á slaufurnar og duttum niður á nafnið Bóthildur. Nafnið merkir „sú sem baráttuna bætir“ og var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi.“ Svandís og Heiðdís hafa þekkst frá því þær voru börn að aldri og stunda báðar nám við Tækniskólann. „Ég er í fatahönnun og hún stundar nám á almennri hönnunarbraut. Við erum búnar að vera bestu vinkonur alla okkar skólagöngu, ef menntaskólaárin eru frátalin. Ég fór í Versló og hún í MH og vinskapurinn stóðst þá raun,“ segir Svandís og hlær.Jón Jónsson, söngvari og fótboltamaður, með slaufuna.Þverslaufurnar fást í verslununum Hrími og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi og að auki á vefsíðunni Krabb.is. Slaufan kostar 3.000 krónur og rennur ágóði sölunnar til Krabbameinsfélagsins.Söngkonan Lára Rúnarsdóttir með slaufuna um hálsinn. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Heiðdís kom með hugmyndina um að hanna bleika slaufu handa karlmönnum í sumar. Við vorum með ákveðna slaufu í huga, fyrirmyndin kallast „Kentucky bow tie“, og svo útfærðum við slaufuna í sameiningu,“ segir Svandís Gunnarsdóttir. Hún og vinkona hennar, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, hönnuðu bleika þverslaufu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Heiðdís Inga hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið því hún hannaði herðatréð Herra Tré, til styrktar átakinu Mottumars sem fram fór fyrr á árinu. Herðatréð hannaði hún í minningu afa síns, Þóris Þórðarsonar, er lést fyrir ári síðan eftir erfið veikindi. „Hún seldi herðatré fyrir hálfa milljón og hana langaði að halda áfram að leggja málefninu lið. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum því það eru margir sem hafa glímt við krabbamein,“ segir Svandís. Þverslaufurnar eru handsaumaðar af vinkonunum og bera nafnið Bóthildur. „Nafnið var mikill hausverkur. Við vildum fá sterkt, íslenskt kvenmannsnafn á slaufurnar og duttum niður á nafnið Bóthildur. Nafnið merkir „sú sem baráttuna bætir“ og var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi.“ Svandís og Heiðdís hafa þekkst frá því þær voru börn að aldri og stunda báðar nám við Tækniskólann. „Ég er í fatahönnun og hún stundar nám á almennri hönnunarbraut. Við erum búnar að vera bestu vinkonur alla okkar skólagöngu, ef menntaskólaárin eru frátalin. Ég fór í Versló og hún í MH og vinskapurinn stóðst þá raun,“ segir Svandís og hlær.Jón Jónsson, söngvari og fótboltamaður, með slaufuna.Þverslaufurnar fást í verslununum Hrími og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi og að auki á vefsíðunni Krabb.is. Slaufan kostar 3.000 krónur og rennur ágóði sölunnar til Krabbameinsfélagsins.Söngkonan Lára Rúnarsdóttir með slaufuna um hálsinn.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira