Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Stígur Helgason skrifar 8. október 2013 07:00 Í kjallara þessa húss var manninum haldið klukkustundum saman. Ríkissaksóknari gaf fyrir helgi út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. Mest ber á tveimur mönnum í ákærunni; Stefáni Loga Sívarssyni, 31 árs, og nafna hans Stefáni Blackburn, 21 árs. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Ákæran er í fjórum liðum og ástæða er til að vara við lýsingum sem hér fara á eftir. Fyrsti liðurinn snýr að árás á 22 ára mann í samkvæmi í Breiðholti sem hófst klukkan níu að kvöldi 30. júní og stóð fram undir hádegi daginn eftir. Hann hafði þá greint Stefáni Loga frá því að annar maður hefði átt í kynferðislegu sambandi við fyrrverandi kærustu hans. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa misþyrmt honum allt kvöldið og fram eftir nóttu þar til hann slapp undir hádegi. Samkvæmt ákærunni var maðurinn meðal annars sleginn með keðju, stunginn ítrekað með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af nöfnunum Stefáni Loga og Stefáni Blackburn, barinn með kylfum, hann kinnbeinsbrotinn, skorinn víða og klippt í eyru hans. Annar ákæruliðurinn fjallar um árás á 25 ára mann, þann sem hafði átt vingott við kærustuna fyrrverandi. Þar segir að honum hafi verið rænt af heimili sínu klukkan hálfeitt sömu nótt. Hann hafi verið barinn ítrekað með kylfum, hann skorinn, rakspíra hellt á brjóstkassa hans og kynfæri og kveikt í.Stefán Logi SívarssonSamkvæmt ákærunni rifnaði efri vör mannsins vegna kylfuhöggs frá Stefáni Loga, sem einnig braut framtönn hans, og í kjölfarið saumaði einn árásarmannanna vörina saman með garni og saumnál. Stefán Logi hafi síðan neytt ofan í hann óþekktar töflur „sem líklega innihéldu deyfandi lyf“, stungið hann með skrúfjárni, og einn mannanna sprautað hann með óþekktu lyfi í rassinn. Um morguninn hafi Stefán Blackburn og annar úr hópi ákærðu ekið með manninn í hús á Stokkseyri, þar sem Stefán hafi slegið hann með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn íklæddur svörtum plastpoka í kjallara hússins, bundinn við burðarstoð eftir að þeir hafi „bundið beisli um höfuð honum þannig að mélin voru í munni hans“. Húsráðandinn á Stokkseyri leysti hann úr haldi síðdegis. Hann sætti gæsluvarðhaldi um skeið en er ekki ákærður. Þolandinn krefst rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna málsins.Líka ákærður fyrir árás á kærustuna Í ákæruliðum þrjú og fjögur er Stefán Logi ákærður fyrir að hafa í október 2012 ráðist á þáverandi kærustu sína, vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um þannig að henni lá við köfnun, og síðan 30. júní í sumar ráðist inn til hennar og foreldra hennar og hótað henni og föður hennar lífláti. Stokkseyrarmálið Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Ríkissaksóknari gaf fyrir helgi út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. Mest ber á tveimur mönnum í ákærunni; Stefáni Loga Sívarssyni, 31 árs, og nafna hans Stefáni Blackburn, 21 árs. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Ákæran er í fjórum liðum og ástæða er til að vara við lýsingum sem hér fara á eftir. Fyrsti liðurinn snýr að árás á 22 ára mann í samkvæmi í Breiðholti sem hófst klukkan níu að kvöldi 30. júní og stóð fram undir hádegi daginn eftir. Hann hafði þá greint Stefáni Loga frá því að annar maður hefði átt í kynferðislegu sambandi við fyrrverandi kærustu hans. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa misþyrmt honum allt kvöldið og fram eftir nóttu þar til hann slapp undir hádegi. Samkvæmt ákærunni var maðurinn meðal annars sleginn með keðju, stunginn ítrekað með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af nöfnunum Stefáni Loga og Stefáni Blackburn, barinn með kylfum, hann kinnbeinsbrotinn, skorinn víða og klippt í eyru hans. Annar ákæruliðurinn fjallar um árás á 25 ára mann, þann sem hafði átt vingott við kærustuna fyrrverandi. Þar segir að honum hafi verið rænt af heimili sínu klukkan hálfeitt sömu nótt. Hann hafi verið barinn ítrekað með kylfum, hann skorinn, rakspíra hellt á brjóstkassa hans og kynfæri og kveikt í.Stefán Logi SívarssonSamkvæmt ákærunni rifnaði efri vör mannsins vegna kylfuhöggs frá Stefáni Loga, sem einnig braut framtönn hans, og í kjölfarið saumaði einn árásarmannanna vörina saman með garni og saumnál. Stefán Logi hafi síðan neytt ofan í hann óþekktar töflur „sem líklega innihéldu deyfandi lyf“, stungið hann með skrúfjárni, og einn mannanna sprautað hann með óþekktu lyfi í rassinn. Um morguninn hafi Stefán Blackburn og annar úr hópi ákærðu ekið með manninn í hús á Stokkseyri, þar sem Stefán hafi slegið hann með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn íklæddur svörtum plastpoka í kjallara hússins, bundinn við burðarstoð eftir að þeir hafi „bundið beisli um höfuð honum þannig að mélin voru í munni hans“. Húsráðandinn á Stokkseyri leysti hann úr haldi síðdegis. Hann sætti gæsluvarðhaldi um skeið en er ekki ákærður. Þolandinn krefst rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna málsins.Líka ákærður fyrir árás á kærustuna Í ákæruliðum þrjú og fjögur er Stefán Logi ákærður fyrir að hafa í október 2012 ráðist á þáverandi kærustu sína, vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um þannig að henni lá við köfnun, og síðan 30. júní í sumar ráðist inn til hennar og foreldra hennar og hótað henni og föður hennar lífláti.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira