Fyrirsjáanleg framtíð Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. október 2013 06:00 Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun