Heilbrigðiskerfið og fjárlögin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 12. október 2013 06:00 Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar