Lífið

Prúðari útgáfa af Bieber

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Marcus Dawson kemur fram á tónleikum Frostrósa um jólin.
Marcus Dawson kemur fram á tónleikum Frostrósa um jólin. MYND/JOHN ANDRESEN
„Hann sló í gegn í norsku útgáfunni af Got Talent-þáttunum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósa-tónleikanna, um norska söngvarann Marcus Dawson, sem kemur fram á Frostrósa-tónleikunum í ár.

„Dawson er í raun Justin Bieber Norðmanna, nema bara prúðari og klassískari sönglega séð,“ segir Samúel og hlær.

Þessi ungi Norðmaður verður rétt orðinn fimmtán ára gamall þegar hann stígur á svið með Frostrósum um jólin. Norðmaðurinn ungi er einsöngvari í drengjakórnum Sølvguttene, sem er einn þekktasti og virtasti kór Noregs.

„Dawson syngur meðal annars dúett með stórsöngvaranum Garðari Thór Cortes á tónleikunum,“ segir Samúel að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×