Um vísindarannsóknir og fjárfestingar Kristján Leósson skrifar 26. október 2013 06:00 Framlagi samfélagsins til grunnrannsókna er oft líkt við kaup á happadrættismiða sem mögulega geti skilað fjárhagslegum ávinningi í framtíðinni. Oft heyrist talað um „fjárfestingu til framtíðar“ og á slík samlíking vissulega rétt á sér í mörgum tilfellum. Hitt vill þó stundum gleymast að vísindarannsóknir eru einnig atvinnugrein sem skilar þjóðarbúinu umtalsverðum gjaldeyristekjum ár hvert í formi rannsóknastyrkja úr erlendum vísindasjóðum. Rannsóknaumsvif og erlent samstarf styðja einnig fjárhagslega við aðrar innlendar atvinnugreinar svo sem þjónustu- og ferðamannaiðnað.Erlendar fjárfestingar í þekkingu Undanfarið hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að laða til landsins erlent fjármagn í formi fjárfestinga. Slíkar fjárfestingar eru óneitanlega mikilvægar fyrir íslenskt atvinnulíf. Fjárfestingar eru þó almennt þess eðlis að sá sem fjárfestir ætlast til þess, til lengri eða skemmri tíma, að ávaxta sína fjárfestingu og fá þannig meira fé út en lagt er inn. Fjárhagsleg ávöxtun vel heppnaðra erlendra fjárfestinga rennur þess vegna, a.m.k. að hluta, út úr landinu aftur, eins og forsætisráðherra hefur nýverið bent á. Vísindarannsóknir sem stundaðar eru á Íslandi laða í auknum mæli að sér erlent fjármagn þar sem vinnuafl vísindamanna er nýtt til að skapa nýja þekkingu. Ólíkt hefðbundnum fjárfestingum þá er ný þekking eina afurðin sem ætlast er til að slíkar fjárfestingar skili. Fjárfestingar erlendra aðila í vísindarannsóknum á Íslandi eru því ónæmar fyrir gjaldeyrishöftum og án fjárhagslegrar ávöxtunar- eða endurgreiðslukröfu. Þar að auki eru niðurstöður rannsókna í flestum tilfellum gerðar opinberar og gagnast því öllum sem geta nýtt sér þær. Á árinu 2012 öfluðu vísindamenn Háskóla Íslands 1.400 milljóna króna úr erlendum rannsóknasjóðum, um 350 milljónir runnu til Hjartaverndar, 300 milljónir til Matís og svo mætti lengi telja. Hér eru svo ótaldar gjaldeyristekjur og umsvif vegna ferðamanna sem hingað koma í tengslum við alþjóðlegar vísindaráðstefnur og fundi.Hvers vegna Ísland? Það er alls ekki sjálfgefið að erlendir aðilar kjósi að kosta rannsóknastarf á Íslandi. Nóg er af hæfum rannsakendum um allan heim. Í sumum tilfellum eru rannsóknir framkvæmdar á Íslandi vegna ákveðinnar sérstöðu lands eða þjóðar, t.d. landfræðilegrar legu, jarðfræðilegrar gerðar, stærðar (smæðar) samfélagsins, bókmenntasögu eða annarra þátta. Rannsóknir íslenskra vísindamanna eru styrktar af erlendum sjóðum þegar þær þykja leiðandi á heimsvísu enda er samkeppni um alþjóðlega styrki mjög hörð. Árangur í slíkri samkeppni er heldur ekki sjálfgefinn, hann byggist á því að hér á landi hafi vísindamenn traustan grunn að byggja á. Gott dæmi er rannsóknaverkefni um „Innviði eldfjalla“ sem nýlega hlaut öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs sem nam um 25 milljónum króna á ári í 3 ár. Í framhaldi af þeirri styrkveitingu fengu forsvarsmenn verkefnisins, í samvinnu við innlenda og erlenda vísindamenn, 950 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp FutureVolc-rannsóknasetrið. Þar af munu yfir 300 milljónir renna beint inn í íslenskt hagkerfi, m.a. í formi launa og rekstrarkostnaðar. Innlent rannsóknafé var lykilþáttur í að tryggja verkefninu margfalt meira fjármagn úr erlendum sjóðum.Skilaboðin Í ræðu á Alþingi 15. október 2009 sagði núverandi fjármálaráðherra: „Tekjur ríkisins má auka með tvennum hætti fyrst og fremst. Annars vegar með því að tryggja aðgerðir sem munu efla skattstofnana, koma atvinnulífinu aftur af stað og tryggja að ný störf verði til. Nokkur þúsund ný störf stórbæta afkomu ríkissjóðs [...] Ekki bara í nýjum sköttum frá einstaklingum heldur vegna þess að við mundum spara okkur alls konar félagslegar bætur [...] Áherslan hlýtur því að vera á að skapa ný störf sem auka verðmætaframleiðslu í landinu.“ Fyrrnefndar tölur um erlenda rannsóknastyrki samsvara nokkur hundruð störfum í hreinni þekkingarsköpun sem kostuð eru af erlendu fjármagni. Slíkum rannsóknastörfum hefur fjölgað verulega hér á landi á undanförnum áratugum og tengja má þá fjölgun beint við aukin rannsóknaumsvif innanlands. Fyrirhugaður niðurskurður fjárveitinga ríkisins til samkeppnissjóða hefur því bein áhrif, til lengri og skemmri tíma, á möguleika okkar til að afla þeirra erlendu fjárfestinga sem skila hvað mestu á hverja krónu til þjóðarbúsins. Skilaboðin til þeirra sem umboð hafa til að ráðstafa skattfé almennings eru því skýr: Stuðningur við innlendar rannsóknir og efling þeirra gæti skilað þjóðarbúinu milljörðum í beinar gjaldeyristekjur á komandi árum – til viðbótar við önnur jákvæð hagræn og menningarleg áhrif – auk möguleikans á því að tryggja okkur nokkra vinningsmiða í happadrættinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Framlagi samfélagsins til grunnrannsókna er oft líkt við kaup á happadrættismiða sem mögulega geti skilað fjárhagslegum ávinningi í framtíðinni. Oft heyrist talað um „fjárfestingu til framtíðar“ og á slík samlíking vissulega rétt á sér í mörgum tilfellum. Hitt vill þó stundum gleymast að vísindarannsóknir eru einnig atvinnugrein sem skilar þjóðarbúinu umtalsverðum gjaldeyristekjum ár hvert í formi rannsóknastyrkja úr erlendum vísindasjóðum. Rannsóknaumsvif og erlent samstarf styðja einnig fjárhagslega við aðrar innlendar atvinnugreinar svo sem þjónustu- og ferðamannaiðnað.Erlendar fjárfestingar í þekkingu Undanfarið hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að laða til landsins erlent fjármagn í formi fjárfestinga. Slíkar fjárfestingar eru óneitanlega mikilvægar fyrir íslenskt atvinnulíf. Fjárfestingar eru þó almennt þess eðlis að sá sem fjárfestir ætlast til þess, til lengri eða skemmri tíma, að ávaxta sína fjárfestingu og fá þannig meira fé út en lagt er inn. Fjárhagsleg ávöxtun vel heppnaðra erlendra fjárfestinga rennur þess vegna, a.m.k. að hluta, út úr landinu aftur, eins og forsætisráðherra hefur nýverið bent á. Vísindarannsóknir sem stundaðar eru á Íslandi laða í auknum mæli að sér erlent fjármagn þar sem vinnuafl vísindamanna er nýtt til að skapa nýja þekkingu. Ólíkt hefðbundnum fjárfestingum þá er ný þekking eina afurðin sem ætlast er til að slíkar fjárfestingar skili. Fjárfestingar erlendra aðila í vísindarannsóknum á Íslandi eru því ónæmar fyrir gjaldeyrishöftum og án fjárhagslegrar ávöxtunar- eða endurgreiðslukröfu. Þar að auki eru niðurstöður rannsókna í flestum tilfellum gerðar opinberar og gagnast því öllum sem geta nýtt sér þær. Á árinu 2012 öfluðu vísindamenn Háskóla Íslands 1.400 milljóna króna úr erlendum rannsóknasjóðum, um 350 milljónir runnu til Hjartaverndar, 300 milljónir til Matís og svo mætti lengi telja. Hér eru svo ótaldar gjaldeyristekjur og umsvif vegna ferðamanna sem hingað koma í tengslum við alþjóðlegar vísindaráðstefnur og fundi.Hvers vegna Ísland? Það er alls ekki sjálfgefið að erlendir aðilar kjósi að kosta rannsóknastarf á Íslandi. Nóg er af hæfum rannsakendum um allan heim. Í sumum tilfellum eru rannsóknir framkvæmdar á Íslandi vegna ákveðinnar sérstöðu lands eða þjóðar, t.d. landfræðilegrar legu, jarðfræðilegrar gerðar, stærðar (smæðar) samfélagsins, bókmenntasögu eða annarra þátta. Rannsóknir íslenskra vísindamanna eru styrktar af erlendum sjóðum þegar þær þykja leiðandi á heimsvísu enda er samkeppni um alþjóðlega styrki mjög hörð. Árangur í slíkri samkeppni er heldur ekki sjálfgefinn, hann byggist á því að hér á landi hafi vísindamenn traustan grunn að byggja á. Gott dæmi er rannsóknaverkefni um „Innviði eldfjalla“ sem nýlega hlaut öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs sem nam um 25 milljónum króna á ári í 3 ár. Í framhaldi af þeirri styrkveitingu fengu forsvarsmenn verkefnisins, í samvinnu við innlenda og erlenda vísindamenn, 950 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til að byggja upp FutureVolc-rannsóknasetrið. Þar af munu yfir 300 milljónir renna beint inn í íslenskt hagkerfi, m.a. í formi launa og rekstrarkostnaðar. Innlent rannsóknafé var lykilþáttur í að tryggja verkefninu margfalt meira fjármagn úr erlendum sjóðum.Skilaboðin Í ræðu á Alþingi 15. október 2009 sagði núverandi fjármálaráðherra: „Tekjur ríkisins má auka með tvennum hætti fyrst og fremst. Annars vegar með því að tryggja aðgerðir sem munu efla skattstofnana, koma atvinnulífinu aftur af stað og tryggja að ný störf verði til. Nokkur þúsund ný störf stórbæta afkomu ríkissjóðs [...] Ekki bara í nýjum sköttum frá einstaklingum heldur vegna þess að við mundum spara okkur alls konar félagslegar bætur [...] Áherslan hlýtur því að vera á að skapa ný störf sem auka verðmætaframleiðslu í landinu.“ Fyrrnefndar tölur um erlenda rannsóknastyrki samsvara nokkur hundruð störfum í hreinni þekkingarsköpun sem kostuð eru af erlendu fjármagni. Slíkum rannsóknastörfum hefur fjölgað verulega hér á landi á undanförnum áratugum og tengja má þá fjölgun beint við aukin rannsóknaumsvif innanlands. Fyrirhugaður niðurskurður fjárveitinga ríkisins til samkeppnissjóða hefur því bein áhrif, til lengri og skemmri tíma, á möguleika okkar til að afla þeirra erlendu fjárfestinga sem skila hvað mestu á hverja krónu til þjóðarbúsins. Skilaboðin til þeirra sem umboð hafa til að ráðstafa skattfé almennings eru því skýr: Stuðningur við innlendar rannsóknir og efling þeirra gæti skilað þjóðarbúinu milljörðum í beinar gjaldeyristekjur á komandi árum – til viðbótar við önnur jákvæð hagræn og menningarleg áhrif – auk möguleikans á því að tryggja okkur nokkra vinningsmiða í happadrættinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun