Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2013 07:00 Strákarnir fagna eftir að umspilssætið var í höfn. Mynd/Vilhelm Miðasala á umspilsleik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2014, sem fram fer á Laugardalsvelli 15. nóvember, hefst í dag. Miðarnir verða til sölu á vefsíðunni midi.is. „Við höfum hreinlega ekki ákveðið tímann enn,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, spurður hvenær miðarnir færu í sölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins spila þar inn í áhyggjur af því að miðasölukerfið fari á hliðina sökum mikils álags. „Það hefur lengi verið vitað að eftirspurnin er miklu meiri en framboðið. Það verða alltaf einhverjir ósáttir við að fá ekki miða á völlinn,“ segir Þórir um áhuga landans á leiknum. Þórir segir forsvarsmenn sambandsins hafa viðhaldið sama miðaverði og í undanförnum leikjum til þess að gæta sanngirni í garð íslenskra knattspyrnuunnenda. „Svo gildir í raun bara fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Þórir. Stuðningsmenn landsliðsins þurfa því að vera vel á verði í dag. Vangaveltur hafa verið um hættuna á því að óprúttnir aðilar reyni að endurselja miðana á hærra verði. Slík starfsemi þekkist víða erlendis en lítið hefur farið fyrir henni til þessa. Hins vegar hefur eftirspurnin líklega aldrei verið meiri. „Auðvitað höfum við velt því fyrir okkur. Því er hámark sett á fjölda miða sem þú getur keypt,“ segir Þórir. Hann bætir við að verði vart við að sami aðili sé að kaupa fleiri miða en leyft sé geti KSÍ hafnað sölunni. Þá hvetur Þórir fólk til þess að koma með ábendingar verði það vart við að fólk reyni að hagnast á endursölu miða. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Miðasala á umspilsleik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2014, sem fram fer á Laugardalsvelli 15. nóvember, hefst í dag. Miðarnir verða til sölu á vefsíðunni midi.is. „Við höfum hreinlega ekki ákveðið tímann enn,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, spurður hvenær miðarnir færu í sölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins spila þar inn í áhyggjur af því að miðasölukerfið fari á hliðina sökum mikils álags. „Það hefur lengi verið vitað að eftirspurnin er miklu meiri en framboðið. Það verða alltaf einhverjir ósáttir við að fá ekki miða á völlinn,“ segir Þórir um áhuga landans á leiknum. Þórir segir forsvarsmenn sambandsins hafa viðhaldið sama miðaverði og í undanförnum leikjum til þess að gæta sanngirni í garð íslenskra knattspyrnuunnenda. „Svo gildir í raun bara fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Þórir. Stuðningsmenn landsliðsins þurfa því að vera vel á verði í dag. Vangaveltur hafa verið um hættuna á því að óprúttnir aðilar reyni að endurselja miðana á hærra verði. Slík starfsemi þekkist víða erlendis en lítið hefur farið fyrir henni til þessa. Hins vegar hefur eftirspurnin líklega aldrei verið meiri. „Auðvitað höfum við velt því fyrir okkur. Því er hámark sett á fjölda miða sem þú getur keypt,“ segir Þórir. Hann bætir við að verði vart við að sami aðili sé að kaupa fleiri miða en leyft sé geti KSÍ hafnað sölunni. Þá hvetur Þórir fólk til þess að koma með ábendingar verði það vart við að fólk reyni að hagnast á endursölu miða.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira