Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2013 07:00 Strákarnir fagna eftir að umspilssætið var í höfn. Mynd/Vilhelm Miðasala á umspilsleik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2014, sem fram fer á Laugardalsvelli 15. nóvember, hefst í dag. Miðarnir verða til sölu á vefsíðunni midi.is. „Við höfum hreinlega ekki ákveðið tímann enn,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, spurður hvenær miðarnir færu í sölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins spila þar inn í áhyggjur af því að miðasölukerfið fari á hliðina sökum mikils álags. „Það hefur lengi verið vitað að eftirspurnin er miklu meiri en framboðið. Það verða alltaf einhverjir ósáttir við að fá ekki miða á völlinn,“ segir Þórir um áhuga landans á leiknum. Þórir segir forsvarsmenn sambandsins hafa viðhaldið sama miðaverði og í undanförnum leikjum til þess að gæta sanngirni í garð íslenskra knattspyrnuunnenda. „Svo gildir í raun bara fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Þórir. Stuðningsmenn landsliðsins þurfa því að vera vel á verði í dag. Vangaveltur hafa verið um hættuna á því að óprúttnir aðilar reyni að endurselja miðana á hærra verði. Slík starfsemi þekkist víða erlendis en lítið hefur farið fyrir henni til þessa. Hins vegar hefur eftirspurnin líklega aldrei verið meiri. „Auðvitað höfum við velt því fyrir okkur. Því er hámark sett á fjölda miða sem þú getur keypt,“ segir Þórir. Hann bætir við að verði vart við að sami aðili sé að kaupa fleiri miða en leyft sé geti KSÍ hafnað sölunni. Þá hvetur Þórir fólk til þess að koma með ábendingar verði það vart við að fólk reyni að hagnast á endursölu miða. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
Miðasala á umspilsleik Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2014, sem fram fer á Laugardalsvelli 15. nóvember, hefst í dag. Miðarnir verða til sölu á vefsíðunni midi.is. „Við höfum hreinlega ekki ákveðið tímann enn,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, spurður hvenær miðarnir færu í sölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins spila þar inn í áhyggjur af því að miðasölukerfið fari á hliðina sökum mikils álags. „Það hefur lengi verið vitað að eftirspurnin er miklu meiri en framboðið. Það verða alltaf einhverjir ósáttir við að fá ekki miða á völlinn,“ segir Þórir um áhuga landans á leiknum. Þórir segir forsvarsmenn sambandsins hafa viðhaldið sama miðaverði og í undanförnum leikjum til þess að gæta sanngirni í garð íslenskra knattspyrnuunnenda. „Svo gildir í raun bara fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Þórir. Stuðningsmenn landsliðsins þurfa því að vera vel á verði í dag. Vangaveltur hafa verið um hættuna á því að óprúttnir aðilar reyni að endurselja miðana á hærra verði. Slík starfsemi þekkist víða erlendis en lítið hefur farið fyrir henni til þessa. Hins vegar hefur eftirspurnin líklega aldrei verið meiri. „Auðvitað höfum við velt því fyrir okkur. Því er hámark sett á fjölda miða sem þú getur keypt,“ segir Þórir. Hann bætir við að verði vart við að sami aðili sé að kaupa fleiri miða en leyft sé geti KSÍ hafnað sölunni. Þá hvetur Þórir fólk til þess að koma með ábendingar verði það vart við að fólk reyni að hagnast á endursölu miða.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira