Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Garðar Örn Úlfarsson og Valur Grettisson skrifar 30. október 2013 06:00 Gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavíkurborg eru verulegar samkvæmt fjárhagsáætluninni. Fréttablaðið/Anton Allar gjaldskrár Reykjavíkurborgar hækka samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en af sviðum borgarinnar hækka gjöld mest hjá skóla- og frístundasviði. Flestar gjaldskrár eru sagðar munu hækka sem nemur verðbólgu, sem áætluð er 3,4 prósent. Foreldrar leikskólabarna munu hins vegar þurfa að taka á sig meiri hækkun. Þannig hækkar mánaðargjald fyrir barn einstæðra foreldra eða barn öryrkja í átta tíma vistun um 1.675 krónur, eða sem nemur 10,9 prósentum. Hækkunin er 11,5 prósent fyrir barn í fimm tíma dagvistun. Leikskólagjald fyrir barn hjóna og sambúðarfólks í átta tíma vistun hækkar úr 25.800 krónum í 28.181 krónu. Hækkunin er 2.301 króna, eða 8,9 prósent.Jón GnarrÞá hækkar gjald vegna barns hjá dagforeldri um 9 prósent. Máltíðir í grunnskólum hækka úr 6.600 krónum í 7.600 á mánuði. Sú hækkun, sem nemur 15,2 prósentum, er sögð vera til að bæta gæði matarins. „Það varð ákveðin vísitöluhækkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Í máli Jóns Gnarr á fundi borgarstjórnar í gær kom fram að þrátt fyrir hækkanir yrðu gjaldskrár fyrir skóla- og frístundaþjónustu áfram með þeim allra lægstu á landinu.Júlíus Vífill IngvarssonJúlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir gjaldskrár- og skattahækkanir á núverandi kjörtímabili þýða að meðalfjölskyldan greiði 440 þúsund krónum meira á ári. „Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Þetta kemur harðast niður á ungu fjölskyldufólki,“ segir Júlíus Vífill. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í útkomuspá fyrir rekstur borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er áætlað að staðan verði neikvæð um tvo og hálfan milljarð króna í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að þessu verði snúið rækilega við og að rekstur borgarinnar verði jákvæður um rúma átta milljarða í lok næsta árs. Þar á Orkuveitan að spila lykilhlutverk.Sorphirðugjaldið hækkar um nær 10%Sorphirðugjald fyrir svarta tunnu við íbúðarhús í tíu daga hækkar úr 18.600 upp í 20.400 krónur. Hækkunin er 9,7 prósent.Gjöld hækka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Stakt gjald fyrir börn 5-12 ára hækkar um 50 krónur, eða úr 550 krónum upp í 600. Það gera 9,1 prósents hækkun.Bókasafnskortið hækkar hjá Borgarbókasafninu um 200 krónur. Fer úr 1.700 krónum upp í 1.900. Hækkunin nemur 11,8 prósentum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Allar gjaldskrár Reykjavíkurborgar hækka samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en af sviðum borgarinnar hækka gjöld mest hjá skóla- og frístundasviði. Flestar gjaldskrár eru sagðar munu hækka sem nemur verðbólgu, sem áætluð er 3,4 prósent. Foreldrar leikskólabarna munu hins vegar þurfa að taka á sig meiri hækkun. Þannig hækkar mánaðargjald fyrir barn einstæðra foreldra eða barn öryrkja í átta tíma vistun um 1.675 krónur, eða sem nemur 10,9 prósentum. Hækkunin er 11,5 prósent fyrir barn í fimm tíma dagvistun. Leikskólagjald fyrir barn hjóna og sambúðarfólks í átta tíma vistun hækkar úr 25.800 krónum í 28.181 krónu. Hækkunin er 2.301 króna, eða 8,9 prósent.Jón GnarrÞá hækkar gjald vegna barns hjá dagforeldri um 9 prósent. Máltíðir í grunnskólum hækka úr 6.600 krónum í 7.600 á mánuði. Sú hækkun, sem nemur 15,2 prósentum, er sögð vera til að bæta gæði matarins. „Það varð ákveðin vísitöluhækkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Í máli Jóns Gnarr á fundi borgarstjórnar í gær kom fram að þrátt fyrir hækkanir yrðu gjaldskrár fyrir skóla- og frístundaþjónustu áfram með þeim allra lægstu á landinu.Júlíus Vífill IngvarssonJúlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir gjaldskrár- og skattahækkanir á núverandi kjörtímabili þýða að meðalfjölskyldan greiði 440 þúsund krónum meira á ári. „Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Þetta kemur harðast niður á ungu fjölskyldufólki,“ segir Júlíus Vífill. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í útkomuspá fyrir rekstur borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er áætlað að staðan verði neikvæð um tvo og hálfan milljarð króna í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að þessu verði snúið rækilega við og að rekstur borgarinnar verði jákvæður um rúma átta milljarða í lok næsta árs. Þar á Orkuveitan að spila lykilhlutverk.Sorphirðugjaldið hækkar um nær 10%Sorphirðugjald fyrir svarta tunnu við íbúðarhús í tíu daga hækkar úr 18.600 upp í 20.400 krónur. Hækkunin er 9,7 prósent.Gjöld hækka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Stakt gjald fyrir börn 5-12 ára hækkar um 50 krónur, eða úr 550 krónum upp í 600. Það gera 9,1 prósents hækkun.Bókasafnskortið hækkar hjá Borgarbókasafninu um 200 krónur. Fer úr 1.700 krónum upp í 1.900. Hækkunin nemur 11,8 prósentum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira