Vantar fleiri fundi Pawel Bartoszek skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun