Kaupþing braut lög með fjármögnun Freyr Bjarnason skrifar 8. nóvember 2013 07:00 Hreiðar Már Sigurðsson ræðir gang mála í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. fréttablaðið/gva Stieg Persson, sem var einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi, sagði að bankinn hafi brotið lög með því að fjármagna sjálfur kaup Al Thani á 5,01% hlutafé í bankanum. Hann var einn þeirra tíu sem báru vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í Al Thani-málinu í gær. Persson var einn þeirra sem sátu stjórnarfund Kaupþings í London 28. september 2008. Saksóknari spurði Persson, sem talaði í síma frá Stokkhólmi, hvort hann hafi vitað að kaupin höfðu verið fjármögnuð af bankanum sjálfum og svaraði hann því neitandi. „Við höfðum ekki þessar upplýsingar. Ég er sannfærður um að ef við hefðum fengið að vita í hvernig málum lá hefðum við gripið til aðgerða,“ sagði hann. Saksóknari spurði þá hvers vegna og svaraði hann: „Vegna þess að þetta var ekki löglegt.“ Fram kom í vitnisburði Persson og annarra fyrrum stjórnarmanna sem báru vitni í gær að þeir töldu viðskiptin við Al Thani á sínum tíma vera góð fyrir bankann, enda hafi verið markmiðið að laða að fleiri erlenda fjárfesta. Aðspurður hvenær honum hafi verið kunnugt um kaup Al Tani á 5,01% hlut í Kaupþingi sagði hann: „Stjórnin fékk upplýsingarnar um viðskiptin á sama tíma og almenningur, í fréttatilkynningu sem var birt.“ Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverand forstjóra Kaupþings, spurði Persson hvort einstök lánamál eða hlutabréfaviðskipti hafi almennt verið rædd á stjórnarfundum og sagði hann svo ekki vera. Lánanefnd Kaupþings hafi verið með slík mál á sinni könnu. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Stieg Persson, sem var einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi, sagði að bankinn hafi brotið lög með því að fjármagna sjálfur kaup Al Thani á 5,01% hlutafé í bankanum. Hann var einn þeirra tíu sem báru vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í Al Thani-málinu í gær. Persson var einn þeirra sem sátu stjórnarfund Kaupþings í London 28. september 2008. Saksóknari spurði Persson, sem talaði í síma frá Stokkhólmi, hvort hann hafi vitað að kaupin höfðu verið fjármögnuð af bankanum sjálfum og svaraði hann því neitandi. „Við höfðum ekki þessar upplýsingar. Ég er sannfærður um að ef við hefðum fengið að vita í hvernig málum lá hefðum við gripið til aðgerða,“ sagði hann. Saksóknari spurði þá hvers vegna og svaraði hann: „Vegna þess að þetta var ekki löglegt.“ Fram kom í vitnisburði Persson og annarra fyrrum stjórnarmanna sem báru vitni í gær að þeir töldu viðskiptin við Al Thani á sínum tíma vera góð fyrir bankann, enda hafi verið markmiðið að laða að fleiri erlenda fjárfesta. Aðspurður hvenær honum hafi verið kunnugt um kaup Al Tani á 5,01% hlut í Kaupþingi sagði hann: „Stjórnin fékk upplýsingarnar um viðskiptin á sama tíma og almenningur, í fréttatilkynningu sem var birt.“ Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverand forstjóra Kaupþings, spurði Persson hvort einstök lánamál eða hlutabréfaviðskipti hafi almennt verið rædd á stjórnarfundum og sagði hann svo ekki vera. Lánanefnd Kaupþings hafi verið með slík mál á sinni könnu.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira