Al Thani taldi sig vera fórnarlamb Freyr Bjarnason skrifar 9. nóvember 2013 07:00 Al Thani taldi að hann hefði verið blekktur í viðskiptunum við Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson og félaga í Kaupþingi. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. fréttablaðið/gva Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars. Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars.
Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira