Kerskálar framtíðar Sveinn Valfells skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Stóriðjunefnd var skipuð 1961, hún átti að kanna möguleika á að reisa virkjanir sem gætu séð nýjum útflutningsiðnaði og vaxandi þéttbýli á Suðurlandi fyrir raforku. Orkukaupandi fannst 1965, Alusuisse, og Landsvirkjun var stofnuð til að virkja við Búrfell. Álver var reist í Straumsvík og tekið í notkun 1969. Hagkvæmni réð staðarvali, ekki byggðapólitík, þar var hentugt byggingarland og hafnaraðstaða nálægt stórum vinnu- og raforkumarkaði. Alþjóðabankinn lánaði til byggingar Búrfellsvirkjunar og veitti, að sögn, umtalsvert aðhald að verkefninu. Tveimur árum eftir að álverið var tekið í notkun framleiddi Intel fyrsta örgjörvann. Fyrsti tölvupósturinn var sendur sama ár. Fyrsta Apple-tölvan kom á markað 1976, fyrsti PC-inn 1981, veraldarvefurinn var fundinn upp á rannsóknarstöð Evrópu í kjarneðlisfræði, CERN, 1990.Álbræðsla barn síns tíma Álbræðsla var barn síns tíma, hún er fimmtíu ára gömul viðskiptahugmynd sem hentaði fábreyttu, fátæku og lítt menntuðu eylandi í lok iðnbyltingar. Álver létti kostnaðinn við Búrfellsvirkjun almenningi til góðs, verk- og tækniþekking byggðist upp í landinu, „Við hittum á réttu stundina“ sagði formaður stóriðjunefndar, Jóhannes Nordal. Stundin kom og fór, nú er álbræðsla á fallanda fæti deyjandi, mengandi, fjárfrek og arðlítil starfsemi. Upplýsingaöldin hefur tekið við. Kerskálar framtíðar eru ekki í Straumsvík. Hagvöxturinn liggur ekki í að bræða jarðefni og málma við hátt hitastig heldur í að skrifa notendavæn og skilvirk forrit sem miðla upplýsingum og birta þær. Kerskálar framtíðar eru í netheimum og heita Github, Google Play og iTunes. Úr því umhverfi spretta fyrirtæki eins og Clara og Quiz Up, starfsmenn þeirra bræða sínar hugmyndir í huganum í skrifstofum við Laugaveg. Þar er vöxturinn, líka í gagnaverum sem þjónusta upplýsingatækni, til dæmis Advania og Datacell. Og hugverkum alls konar, kvikmyndum, bókum, myndlist og tónlist, líka vistvænni ferðamennsku og matvælum. Ekkert þessara fyrirtækja eitt og sér, enginn einstakur hönnuður, höfundur, bóndi, trillukarl eða leiðsögukona notar jafn mikla orku og heilt álver en margt smátt gerir eitt stórt. Sem leiðir hugann að markmiðum Landsvirkjunar. Upphaflega voru þau að styðja við nýja útflutningsgrein og sjá almenningi fyrir raforku. Löngu er tímabært að endurskoða markmiðin í ljósi nýrra aðstæðna. Upphaflegur markaður fyrir stóriðju er úreltur, almenningur líður engan orkuskort, framleiðslugeta í landinu er langt umfram eftirspurn. Eigandi Landsvirkjunnar er fólkið í landinu, þar á meðal þú. Hvað vilt þú að Landsvirkjun geri í framtíðinni?Valið tvíþætt Valið er í stórum dráttum tvíþætt. Að leggja sæstreng sem tengir Ísland við erlenda markaði þar sem orkuverð er hærra. Líkt og í Noregi gæti tenging við erlendan markað hækkað orkuverð innanlands. Hærra orkuverð myndi hækka tekjur Landsvirkjunar, ef afgangur yrði umfram aukinn kostnað mætti greiða út arð til eigenda. Kostnaður er áætlaður á bilinu 288 til 550 milljarðar, heildartekjur 40 milljarðar á ári, eða svo segir í skýrslum ráðgjafa. Áhættan af framkvæmdinni er mikil, tæknileg, lagaleg og fjárhagsleg. Og pólitísk, strengurinn er til Bretlands, ef áhöld yrðu um afhendingu á orku gætu bresk stjórnvöld hugsanlega sett á Íslendinga hryðjuverkalög þótt kröfur um afhendingu ættu enga lagastoð. Annað eins hefur gerst. Hitt er að halda orkunni innanlands og taka arðinn út í ódýrri orku til neytenda og fyrirtækja. Lítil og meðalstór fyrirtæki nytu góðs af, þau eru stærsti vinnustaður landsins, þar verða til flest störf. Lágt raforkuverð bætir samkeppnisstöðu íslensks útflutnings sem er að mörgu öðru leyti ansi skökk. Arðurinn er lágt orkuverð, áhættan er öðruvísi og einfaldari, snýst fyrst og fremst um að halda í núverandi viðskiptavini eða fá nýja í þeirra stað. Hvort vilt þú lesandi góður? Þú ert eigandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stóriðjunefnd var skipuð 1961, hún átti að kanna möguleika á að reisa virkjanir sem gætu séð nýjum útflutningsiðnaði og vaxandi þéttbýli á Suðurlandi fyrir raforku. Orkukaupandi fannst 1965, Alusuisse, og Landsvirkjun var stofnuð til að virkja við Búrfell. Álver var reist í Straumsvík og tekið í notkun 1969. Hagkvæmni réð staðarvali, ekki byggðapólitík, þar var hentugt byggingarland og hafnaraðstaða nálægt stórum vinnu- og raforkumarkaði. Alþjóðabankinn lánaði til byggingar Búrfellsvirkjunar og veitti, að sögn, umtalsvert aðhald að verkefninu. Tveimur árum eftir að álverið var tekið í notkun framleiddi Intel fyrsta örgjörvann. Fyrsti tölvupósturinn var sendur sama ár. Fyrsta Apple-tölvan kom á markað 1976, fyrsti PC-inn 1981, veraldarvefurinn var fundinn upp á rannsóknarstöð Evrópu í kjarneðlisfræði, CERN, 1990.Álbræðsla barn síns tíma Álbræðsla var barn síns tíma, hún er fimmtíu ára gömul viðskiptahugmynd sem hentaði fábreyttu, fátæku og lítt menntuðu eylandi í lok iðnbyltingar. Álver létti kostnaðinn við Búrfellsvirkjun almenningi til góðs, verk- og tækniþekking byggðist upp í landinu, „Við hittum á réttu stundina“ sagði formaður stóriðjunefndar, Jóhannes Nordal. Stundin kom og fór, nú er álbræðsla á fallanda fæti deyjandi, mengandi, fjárfrek og arðlítil starfsemi. Upplýsingaöldin hefur tekið við. Kerskálar framtíðar eru ekki í Straumsvík. Hagvöxturinn liggur ekki í að bræða jarðefni og málma við hátt hitastig heldur í að skrifa notendavæn og skilvirk forrit sem miðla upplýsingum og birta þær. Kerskálar framtíðar eru í netheimum og heita Github, Google Play og iTunes. Úr því umhverfi spretta fyrirtæki eins og Clara og Quiz Up, starfsmenn þeirra bræða sínar hugmyndir í huganum í skrifstofum við Laugaveg. Þar er vöxturinn, líka í gagnaverum sem þjónusta upplýsingatækni, til dæmis Advania og Datacell. Og hugverkum alls konar, kvikmyndum, bókum, myndlist og tónlist, líka vistvænni ferðamennsku og matvælum. Ekkert þessara fyrirtækja eitt og sér, enginn einstakur hönnuður, höfundur, bóndi, trillukarl eða leiðsögukona notar jafn mikla orku og heilt álver en margt smátt gerir eitt stórt. Sem leiðir hugann að markmiðum Landsvirkjunar. Upphaflega voru þau að styðja við nýja útflutningsgrein og sjá almenningi fyrir raforku. Löngu er tímabært að endurskoða markmiðin í ljósi nýrra aðstæðna. Upphaflegur markaður fyrir stóriðju er úreltur, almenningur líður engan orkuskort, framleiðslugeta í landinu er langt umfram eftirspurn. Eigandi Landsvirkjunnar er fólkið í landinu, þar á meðal þú. Hvað vilt þú að Landsvirkjun geri í framtíðinni?Valið tvíþætt Valið er í stórum dráttum tvíþætt. Að leggja sæstreng sem tengir Ísland við erlenda markaði þar sem orkuverð er hærra. Líkt og í Noregi gæti tenging við erlendan markað hækkað orkuverð innanlands. Hærra orkuverð myndi hækka tekjur Landsvirkjunar, ef afgangur yrði umfram aukinn kostnað mætti greiða út arð til eigenda. Kostnaður er áætlaður á bilinu 288 til 550 milljarðar, heildartekjur 40 milljarðar á ári, eða svo segir í skýrslum ráðgjafa. Áhættan af framkvæmdinni er mikil, tæknileg, lagaleg og fjárhagsleg. Og pólitísk, strengurinn er til Bretlands, ef áhöld yrðu um afhendingu á orku gætu bresk stjórnvöld hugsanlega sett á Íslendinga hryðjuverkalög þótt kröfur um afhendingu ættu enga lagastoð. Annað eins hefur gerst. Hitt er að halda orkunni innanlands og taka arðinn út í ódýrri orku til neytenda og fyrirtækja. Lítil og meðalstór fyrirtæki nytu góðs af, þau eru stærsti vinnustaður landsins, þar verða til flest störf. Lágt raforkuverð bætir samkeppnisstöðu íslensks útflutnings sem er að mörgu öðru leyti ansi skökk. Arðurinn er lágt orkuverð, áhættan er öðruvísi og einfaldari, snýst fyrst og fremst um að halda í núverandi viðskiptavini eða fá nýja í þeirra stað. Hvort vilt þú lesandi góður? Þú ert eigandinn.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun