Kvótakerfi = gjafakvóti? Jón Steinsson skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun