Að vera eða vera ekki kynfræðingur Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir og Sigríður Dögg Arnardóttir skrifa 16. nóvember 2013 06:00 Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun